Morgunblaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 21
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 21 Á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Nausti búa listfengar konur eins og sjá mátti á handavinnu þeirra á sumardaginn fyrsta. Konur af þess- ari kynslóð eru ekki vanar því að sitja auðum höndum. Svo þegar um hægist eftir ævistarfið sinna þær hugðarefni sínu, handverkinu. Þarna var mikið um fallegt hand- verk, svo ef fólk er í vandræðum með tækifærisgjafir, þá er tilvalið að heimsækja hannyrðakonur á Nausti. Hjá þeim var að finna púða, trefla, dúka og dýrindis milliverk í rúmföt, servéttuhringi og myndir, hvað öðru fallegra. Naustið er bjart og fallegt heim- ili en byggt var við það fyrir nokkr- um árum og alls búa þar nú sextán manns.    Hjá Hraðfrystistöð Þórshafnar er rólegt þessa dagana, Júpíter er í heimahöfn til aðhlynningar, að sögn Rafns Jónssonar en fer síðan á síld eftir sjómannadag. Byggingu frysti- klefa lýkur senn, þó varla sé hægt að tala um klefa þegar húsið er alls 1200 fermetrar. Stefnt er að því að taka hann í notkun í júní. Hjá Íslenskum kúfiski er vinna í gangi en skelfiskveiðiskipið Fossá hefur verið á veiðum frá því í síð- asta mánuði. Afurðirnar fara á Bandaríkjamarkað til manneldis en einnig er nokkuð selt í beitu. Tilraunasendingar hafa einnig farið til Japans í litlum mæli en eins og er virðist nokkuð góður markaður fyrir kúfiskinn.    Sumardagurinn fyrsti var dagur fjölskyldunnar á Þórshöfn en leik- skólinn og vímuvarnaráð ásamt for- eldrafélögum leik– og grunnskóla héldu daginn hátíðlegan. Á leikskólanum var sýning á vetrarstarfi barnanna en einnig hefur verið skemmtilegt þemaverk- efni í gangi þar um gamla tímann. Börnin hafa fræðst um húsakynni, klæðnað og ýmislegt sem var öðru- vísi áður fyrr, líka kynnst leik- föngum frá gamalli tíð, leggjum og skeljum. Eftir sýningu var farið í skrúð- göngu að íþróttamiðstöðinni þar sem foreldrafélögin voru með kaffi- sölu en síðan farið í leiki í vorblíð- unni. Á leikskólanum Barnabóli eru nú 30 börn og sagði Steinunn Guðna- dóttir leikskólastjóri að dagskráin væri liður í því að kynna leikskól- ann og starfsemina, sem þar fer fram, sem er fjölbreytt blanda af námi og leik. Steinunn sagðist ekki sjá fram á fækkun á leikskólanum á næstunni en engin börn eru á bið- lista eins og er. ÞÓRSHÖFN Líney Sigurðardóttir fréttaritari Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Fimir fingur Konurnar á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Nausti sýna af- rakstur handavinnu sinnar á sumardaginn fyrsta. Hjálmar Freysteinsson hefurheldur napra sýn á sumarið sem gengið er í garð: Hér er allt á vonar völ svo verður manni ekki um sel, harla fátt sem bætir böl bankastjórar svelta í hel. Pétur Stefánsson yrkir í upphafi sumars: Lögreglan hefur þar harðræði sýnt, handjárnar fólk og skekur. – Norðlingaholtið er friðsælt og fínt fyrst þegar vora tekur. Davíð Hjálmar Haraldsson segir að aðeins að Torfum í Eyjafjarðar- sveit hafi frosið saman vetur og sumar: Forsjálir hamstra bændur brauð, brennivín, gögl og humar; grunar þar verði gestanauð í góðviðrinu í sumar. Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd sendir „samúðarkveðju“ suður: Ólafur, Ólafur, Ólafur minn, alltaf í hættu er stóllinn þinn. Reyndu að hanga á honum samt, hátignarvistin þín nær svo skammt. Margt þarf að gerast og gerast hratt, gengið er hinsvegar nokkuð flatt. Vandratað er um valdabraut vitandi baklandið allt í graut. Ekki er ég hissa þó angri þig allt þetta ramma gengis sig. Hverfur í brotsjó framans fley, fjandinn er laus í kringum REI. Oft þarftu víst að súpa sjó á siglingu þinni með Villa & Có. En kannski þú hljótir að lokum lof þó líklega verði það seint um of. VÍSNAHORNIÐ Af lögreglu og bændum pebl@mbl.is Hvað getur t.d. skýrt nokkurra tuga króna verðmun á Bonduelle grænum baunum í Nóatúni og Krónunni? Nú eru síðarnefndu búðirnar orðnar til fyr- irmyndar í flokki lág- vöruverðsverzlana og staðreynd er að þær taka flestum Nóatúns- verzlunum fram. Þess- ar verzlanir eru reknar af sama fyrirtæki. Hvers vegna á við- skiptavinur Kaupáss að borga verulega hærra verð fyrir sömu vöru ef hann fer inn í Nóatún í stað Krónunnar? Það væri hægt að skilja muninn ef þjónustan í Nóa- túnsverzlunum væri margfalt betri en í Krónuverzlunum. En þegar svo er ekki og jafnvel hægt að halda því fram, að Nóatúnsverzlanir séu í sumum tilvikum síðri en Krónu- verzlanir fer að verða erfitt að skilja þennan verðmun. Hér hefur vantað alvöru aðhald neytenda að seljendum vöru og þjónustu. Á tímum, þegar verð hækkar ört er full ástæða til að auka þetta aðhald. Annars fara seljendur vöru og þjónustu sínu fram og líta á neyt- endur sem viljalaus verkfæri. Í Auratali Morg-unblaðsins í gær var sett fram athygl- isverð spurning: hvernig stendur á því að kílóið af klettasalati er dýrara en kílóið af nautalundum? Í dálk- inum, sem birtist á baksíðu Morgunblaðs- ins um helgar er bent á að kílóið af klettasalati kostar 5000 krónur frá fyrirtæki, sem nefnist Hollt og gott en kílóið af nautalundum 4264 krónur í Hagkaupum við Eiðistorg. Það væri gagnlegt ef Hollt og gott upplýsti hvernig á þessu kíló- verði á klettasalati stendur. Víkverji rakst á það á dögunum, að steiktur kjúklingur er dýrari í Nóatúni en Hagkaupum í Kringl- unni. Hvað veldur? Yfirleitt er svona verðmunur skýrður með betri þjón- ustu, betri verzlunum o.sv. frv. En það er erfitt að skýra töluverðan verðmun á sömu vörum með þeim rökum í þessu tilviki vegna þess, að Hagkaupsverzlunin í Kringlunni tekur flestum ef ekki öllum mat- vöruverzlunum fram að þessu leyti. Neytandinn verður að skilja hvaða rök eru á bak við verðlagn- ingu. Ella snýr hann sér annað.    víkverji skrifar | vikverji@mbl.is ÞAÐ er ekki bara þægilegt að taka lífinu með ró, heldur getur það líka verið gott fyrir andlega heilsu karl- manna, ekki síst ef þeir eru komnir á fimmtugsaldurinn. Þetta kemur fram á vefsíðu Forskning.no. Tímapressa og hraði hjá karl- mönnum yfir fertugt eykur hætt- una á því að þeir upplifi andlega erfiðleika. Hættan er til staðar yfir langt tímabil, nærri 30 ár. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem norska Lýðheilsustöðin (Folkehelseinstituttet) hefur birt í tímaritinu Social Psychiatry and Psychiatric Epidemiology. Eftir að hafa rýnt í gögn sín fundu vísindamennirnir sterka fylgni milli tímaskorts og streitu annars vegar og andlegra erf- iðleika hins vegar. Gögnin sem lágu til grundvallar voru rannsóknir sem gerðar voru á 18.000 karl- mönnum árið 1972-1973 en 7.000 þeirra tóku svo þátt í framhalds- rannsókn árið 2000. Einn þeirra vísindamanna sem leiddu rannsóknina, Anne Johanne Søgaard, segir það hafa komið nokkuð á óvart „að stress og tíma- leysi hjá þátttakendum meðan á fyrri rannsókninni stóð reyndist auka hættuna á andlegum erf- iðleikum 28 árum síðar.“ Þessar niðurstöður auðvelda fólki að uppgötva snemma hvaða einstaklingar eru líklegir til að glíma við andlega erfiðleika yfir langan tíma, samkvæmt Søgaard. Hins vegar skortir vísindamennina skýringar á því hvers vegna hraður lífsmáti og streita auka erfiðleika í sálarlífi karlmanna. Slökun betri en stressið Reuters Afslöppun Góð fyrir líkama og sál, ekki síst karlmannanna. ÞÆR eru litríkar ásýndar fyrirsæt- urnar sem hér stilla sér upp fyrir framan myndavélina. Blómlegu klæðin, sem svo virðast í fyrstu, sýna sig hins vegar við nánari skoð- un vera að hluta til máluð á líkama fyrirsætnanna. Myndin var tekin á hátíð tileink- aðri fegurð í síberísku borginni Krasnojarsk og er það listamað- urinn og förðunarfræðingurinn Elena Mityanina sem á heiðurinn af skrautlegheitunum.Reuters Augað blekkt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.