Morgunblaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ RagnhildurSveinbjarn- ardóttir fæddist í Laufási við Eyja- fjörð 25. mars 1927. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut 19. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Þór- hildur Þorsteins- dóttir og Svein- björn Högnason, prófastur og alþing- ismaður á Breiða- bólstað í Fljótshlíð. Systkini Ragnhildar eru sr. Sváfn- ir, f. 1928, kvæntur Ingibjörgu Halldórsdóttur, fyrri kona hans var Anna Elín Gísladóttir, f. 1930, d. 1974, Elínborg, f. 1931, gift Guðmundi Sæmundssyni, f. 1932, d. 2005 og Ásta, f. 1939, gift Garðari Steinarssyni, f. 1938, d. 2007. Ragnhildur giftist 1.1. 1950 Jóni Kristinssyni, bónda og listamanni í Lambey í Fljótshlíð, f. 16.11. 1925. Foreldrar hans voru Krist- inn Jónsson, kaupmaður á Húsa- vík, og Guðbjörg Óladóttir. Sonur Jóns er Gunnar Rafn, f. 20.7. 1948. Börn Jóns og Ragnhildar eru: 1) Guðbjörg, f. 11.11. 1950, gift Jóni Þorvaldssyni. Börn þeirra eru Ástríður, Jón Ragnar, Kristín Þóra og Þorvaldur. Dóttir Ástríðar er Brynhildur Kristjáns- dóttir. 2) Þórhildur, f. 3.5. 1952. hún útskrifaðist sem stúdent árið 1948. Þau Jón maður hennar byggðu upp nýbýlið Lambey. Þar ólu þau upp átta börn sín en í Lambey hefur ætíð verið mann- margt. Þar átti Þórhildur móðir Ragnhildar heimili síðustu 20 árin og þangað komu börn til sum- ardvalar. Annasamt var oft hjá Ragnhildi á stóru og gestkvæmu heimili. Þrátt fyrir það gaf hún sér tíma til ýmissa starfa utan heimilis. Má þar nefna að hún kenndi nokkur ár við barnaskóla Fljótshlíðar. Hún sat í hrepps- nefnd Fljótshlíðar árin 1974-1990 og starfaði í ýmsum nefndum á vegum sveitarfélagsins. Mikið samstarf var á milli hreppanna fyrir sameiningu þeirra og stóðu þeir sameiginlega að ýmsum mál- efnum s.s. að byggingu Kirkju- hvols, dvalarheimilis aldraðra á Hvolsvelli. Þar hafa þau hjón haft íbúð síðustu mánuði og notið umönnunar og kærleiksríkrar hjúkrunar starfsfólks. Ragnhildur var félagslynd og tók virkan þátt í störfum ungmennafélags og síðar kvenfélags sveitarinnar og var m.a. formaður þess um tíma. Einnig sat hún um tíma í stjórn Sambands sunnlenskra kvenna. Hún söng um áratugaskeið í kirkjukór Fljótshlíðar. Ragnhild- ur hafði áhuga á allri ræktun og hafði við hús sitt stóran garð sem hún sinnti af áhuga og sem veitti henni margar ánægjustundir. Einnig ræktaði hún upp fallegan trjáreit á jörðinni. Útför Ragnhildar fer fram frá Breiðabólstaðarkirkju í Fljótshlíð í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Sonur hennar er Jón Atli Hermannsson. 3) Óskírð, f. 28.5. 1954, d. 4.6. 1954. 4) Krist- jana, f. 29.9. 1955, sambýlismaður Guð- jón E. Ólafsson. Dótt- ir hennar er Ragn- hildur Sophusdóttir. 5) Sveinbjörn, f. 24.7. 1957, sambýliskona Jaana Rotinen. Börn hans eru Ragnhildur og Ólafur Árni. 6) Kristinn, f. 2.4. 1960, kvæntur Guðbjörgu Júlídóttur. Börn þeirra eru Ágústa Hjördís, Jón, Ari Þór, Ás- dís Rut og Hjalti. Sonur Hjördísar er Kristinn Kári. 7) Katrín, f. 4.12. 1961, gift Helmut Grimm. Sonur þeirra er Hannes. Sonur Katrínar er Kristinn Sigurbjörnsson. 8) Þorsteinn, f. 20.10. 1965, kvæntur Ástu Brynjólfsdóttur. Börn þeirra eru Brynjólfur, Högni Þór og Þór- hildur. Sonur Þorsteins er Ægir. 9) Sigrún, f. 23.3. 1970, sam- býlismaður Jón Valur Baldursson. Synir þeirra eru Matthías og Elí- as. Ragnhildur Sveinbjarnardóttir fluttist með foreldrum sínum nokkurra mánaða gömul að Breiðabólstað í Fljótshlíð. Hún bjó nær alla ævi í Fljótshlíðinni utan þess tíma sem hún stundaði nám að Laugarvatni og við Mennta- skólann á Akureyri þaðan sem Ragnhildur Sveinbjarnardóttir, góð, velviljuð, lífsglöð og hjartahlý kona er gengin, eftir erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm. Það er huggun harmi gegn að nú er hún laus við þraut og pínu sem sannarlega var mikil síðustu misserin. Hún tók erfiðleikum og sársauka veikindanna af ótrúlegri einurð og æðruleysi. Það var öllum ljóst að efst í huga hennar var að aðrir þyrftu ekki að hafa af sér áhyggjur, fyrirhöfn eða mæðu. Það er ekki auðvelt að lýsa stór- brotinni manneskju eins og Ragn- hildi, til þess hafa mörg þau orð sem nota mætti verið ofnotuð og verð- felld og ég langt frá því nógu snjall til að nota þau rétt. Í mínum huga er minningin um Ragnhildi fyrst og fremst minning um mannvin og eldhuga sem aldrei unni sér hvíldar né lét undan ef berjast þurfti fyrir rétti þeirra sem á aðstoð þurftu að halda. Afstöðu hennar til góðverka má lýsa með eftirfarandi kínverskri dæmisögu: „Trúboði mætti lítilli kínverskri stúlku sem rogaðist með strákanga. „Þú hefur þunga byrði að bera,“ sagði trúboðinn. „Þetta er engin byrði“, svaraði hún. „Þetta er hann bróðir minn“. Ragnhildur var hógvær, lítillát og tróð sér aldrei fram með sín mál eða meiningu. Hún hreykti sér aldrei og gaf alltaf öðrum tækifæri á að viðra hugmyndir sínar og afstöðu. Hún þurfti aldrei að sannfæra neinn eða prédika, allir vissu þó að hún hafði ákveðnar skoðanir og miklar hug- sjónir. Ragnhildur bar djúpa virðingu fyrir lífinu og gjöfum jarðar og það sama hefur hún ræktað með börn- um sínum og samferðafólki sem fyr- irmynd og kennari. Ragnhildur ræktaði vel garðinn sinn í eiginlegri og óeiginlegri merkingu orðsins. Ragnhildur trúði á góðan Guð og allt hið góða og fagra í veröldinni og stýrði lífi sínu sem best hún mátti í samræmi við siðfræði kristinnar trúar. Ég trúi því að breytni hennar og trúarlíf veiti henni greiða leið á grænar gresjur framtíðarlandsins í útbreiddan faðm Guðs. Ragnhildur hafði mikil áhrif á menn og málefni og mun áhrifa góðra verka hennar og framkomu gæta langt inn í ókomna tíð, hún gerði eins og hún gat til að gera heiminn ögn betri og mun því að sönnu verða hluti hans áfram. Ég er innilega þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að vera sam- vistum við Ragnhildi og læra af henni og fá að hafa hana með mér áfram í minningunni, hlýja, sann- gjarna og velviljaða. Hvað svo sem það er þetta sem hugsar, skilur, vill og framkvæmir, þá er það him- neskt og guðlegt og þess vegna hlýtur það óhjákvæmilega að vera eilíft. Cicero. Eftirlifandi eiginmanni, Jóni Kristinssyni, bónda og myndlistar- manni, börnum, barnabörnum, öðr- um ættingjum og vinum votta ég mína dýpstu samúð. Guðjón E. Ólafsson. Amma var einstaklega lífsglöð kona. Hún var alltaf hress og kát og sagði okkur skemmtilegar sögur. Hún sá alltaf til þess að öllum liði vel í kringum sig og dekraði okkur systkinin við hvert tækifæri. Í minningunni sitjum við systk- inin ásamt stórfjölskyldunni við eld- húsborðið í Lambey yfir ilmandi bakkelsi. Þar fengum við ferska mjólk úr fjósinu, heimalagaða rifs- berjasultu úr garðinum að ógleymdri sunnudagssteikinni sem amma útbjó af einstakri snilld. Okk- ur fannst alltaf svo gaman að heim- sækja ömmu og afa í sveitina, hitta stórfjölskylduna og öll dýrin í sveit- inni. Sveitin var í okkar huga eitt stórt ævintýri og þar lærðum við alltaf eitthvað nýtt. Við fórum í fjós- ið, lögðum á minnið hvað dýrin hétu og helst vildum við taka öll dýrin með okkur heim til Reykjavíkur. Við skildum aldrei hvers vegna það var ekki hægt að taka í fóstur ný- fædd lömb og kettlinga. Stundum komum við upp um það hversu mikil borgarbörn við vorum þegar við töl- uðum um skottið á hestunum eða þegar við ætluðum á spariskónum í útihúsin og þá fengum við þá lánuð stígvél hjá ömmu. Garðurinn hennar ömmu var í okkar huga óendanlega stór og þar lékum við okkur með frændsystkinum innan um rifsberj- arunna og fallegar rósir sem amma ræktaði. Amma var einstaklega hugulsöm kona og við erum ákaflega þakklát fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Við erum þakklát fyr- ir allt það sem hún hefur kennt okk- ur í gegnum tíðina. Systkinin á Vesturbrún. Það fyrsta sem kemur upp í hug- ann minn þegar ég hugsa til ömmu er brosið hennar – hún var án efa brosmildasta amma í heimi. Það eru forréttindi að fá að alast upp með ömmu sína á næsta bæ. Ekki bara vegna radísna, jarðar- berja og rabbarbara, sem hægt var að stela úr garðinum hennar heldur fékk maður líka að njóta þess að hafa hana nálægt sér með bros sitt og visku. Á síðustu árum kynntist ég ömmu miklu betur en ég hafði fengið áður. Við áttum ófáar bílferðir suður þar sem ég sat og hlustaði og hún sagði mér frá fjölmörgum atburðum og persónum sem hún hafði kynnst á lífsleiðinni. Hún sagði mér frá prakkarastrikunum sínum og líka frá því þegar hún var send um lang- an veg gangandi með kú til efnalít- illar fjölskyldu. Þá fékk ég að heyra af því þegar strákarnir í sveitinni báðu hana um að vera bílstjóri fyrir dansleiki og einnig sögur frá náms- árunum í MA, frá utanlandsferðum hennar og sögur úr kennarastarfinu – það er endalaust hægt að telja upp. Amma skilur eftir sig brosið sitt og sögurnar sínar. Ég mun ætíð búa að þeim samverustundum og lær- dómnum sem hún gaf mér og það er mér huggun í sorginni. Ég er stolt af henni. Þótt hún væri ekki hávaxin þá var hún sterk og framkvæmdi og upplifði svo margt sem aðrir hafa ekki haft færi á. Í öllu þessu og svo fjölmörgu öðru er amma mín fyr- irmynd. Ekkert er gjöfulla en kærleiksrík fjöskyldutengsl, sem ala af sér perl- ur í festi minninganna. Þá festi fær engin meinsemd sundur slitið. Elskulegri ömmu þakka ég og mín fjölskylda allar perlurnar sem hún gaf okkur á langri og gefandi sam- leið. Ágústa Hjördís Kristinsdóttir. Með sárum trega er heiðurskon- an Ragnhildur Sveinbjarnardóttir kvödd hinstu kveðju. Við höfðum lengi þekkst og leiðir okkar mæst hér og þar á lífsleiðinni. Fyrst kynntist ég henni og þeim systk- inum, börnum prófastshjónanna á Breiðabólsstað, þegar ég ungur var starfsmaður á tilraunabúgarði Klemenzar Kristjánssonar á Sáms- stöðum, enda stutt á milli bæja í hinni sólríku sveit Fljótshlíðinni. Nokkrum árum síðar lágu leiðir okkar aftur saman í Menntaskól- anum á Akureyri, þar sem þau systkinin Ragnhildur og sr. Sváfnir voru meðal glaðværra stúdenta sem þar brautskráðust fyrir sex áratug- um. Eftir stúdentspróf lagði Ragn- hildur fyrir sig skrifstofustörf, skólakennslu og fleira í nokkur ár, en síðan settu þau hjónin, Ragnhild- ur og listamaðurinn Jón Kristins- son, saman bú á nýbýlinu Lambey í Fljótshlíð og bjuggu þar vel og lengi. Og á þeim slóðum lágu leiðir okkar saman á ný með því að börn þeirra Lambeyjarhjóna stunduðu nám við Skógaskóla undir Eyjafjöll- um, þar sem ég starfaði um árabil. Frá öllum þessum samfundum við Ragnhildi á ég að vonum margar minningar. Er skemmst frá því að segja að allar eru þær á einn veg, því að heilsteyptari, glaðværari og menningarlegri manneskju er vart hægt að hugsa sér. Nú er þessi stórmerka kona horf- in til æðri heimkynna. Við sem eftir stöndum hérna megin móðunnar miklu kveðjum hana með sorg og söknuði. En það er huggun harmi gegn að björt og fögur minning um Ragnhildi lifir áfram með okkur og lýsir upp umhverfið á kveðjustund. Ég sendi einlægar samúðaróskir til eftirlifandi eiginmanns, barna þeirra, tengdabarna og annarra vandamanna. Blessuð sé minning Ragnhildar Sveinbjarnardóttur. Jón R. Hjálmarsson. Ragnhildur systir mín náði því að lifa langan og farsælan ævidag og kveður nú umkringd fjölmennum hópi afkomenda og ástvina sem eiga henni margt og mikið að þakka. Hún var jafnan glöð og hláturmild og hafði mikið að gefa sínu sam- ferðafólki. Ljúflyndi hennar og létt- ir hlátrar voru til yndis og uppörv- unar í dagsins önn og allar stundir. Ragnhildur var ári eldri en ég og fyrstu minningar okkar áttum við frá vetrardvöl í Hafnarfirði fyrir 78 árum. Æskuárin áttum við saman á Breiðabólsstað við glaða leiki með yngri systrum og stórum barnahópi af næstu bæjum. Saman rákum við kýrnar og sóttum hestana og skipt- umst á að sitja á snúningsvélinni og stýra Gamla-Brún hring eftir hring í ilmandi töðubreiðunum. Saman sátum við í kirkjunni á sunnudögum og saman gengum við í skólann, klukkustundargöngu hvora leið. Svo fór Ragnhildur í skólann á Laugarvatni en ég í Flensborgar- skólann. Sá aðskilnaður stóð ekki lengi, því hún fór síðan í Mennta- skólann á Akureyri og ári síðar elti ég hana þangað. Saman tókum við þar stúdentspróf fyrir 60 árum í samheldnum hópi sem haldið hefur vinskapinn í gegnum árin. Á Akureyri kynntist Ragnhildur honum Jónda, Jóni Kristins- syni, frá Húsavík. Þau gengu í hjónaband á nýársdag árið 1950 og reistu á næstu árum nýbýlið Lamb- ey í Fljótshlíð. Þar byggðu þau allt upp af stór- hug og myndarskap og bjuggu þar nytsömu búi um hálfrar aldar skeið, síðustu árin í félagi við son sinn og tengdadóttur. Ungu hjónin á Lambey komu upp stórum og mannvænlegum barna- hópi, svo mannmargt var í heimili þegar einnig bættust við börn og unglingar til sumardvalar, bæði skyld og vandalaus. Bæði voru þau hjónin virk í félagsmálum og höfðu ýmsu að sinna utan heimilis svo hvíldartími var oft stopull. Leiðir okkar systkinanna skildi að nokkru um sinn þegar ég dvald- ist í öðrum landshluta í rúman ára- tug. En síðan lágu leiðir saman á ný er ég kom aftur í Hlíðina. Þá bjugg- um við svo að segja í sama túninu næstu 35 árin og börnin okkar kom- ust til þroska saman í leik og starfi. Við Ragnhildur unnum saman í kirkjunni og sátum um tíma saman í sveitarstjórn. Hún kom víðar við í félags- málum og lagði hvarvetna góðum málum lið. Hún taldi það for- réttindi að hafa fengið að lifa og starfa á einhverjum fegursta og friðsælasta stað á jarðríki – með sól- skyggnda jökulhjálma og fjallatign Fljótshlíðar fyrir augum. Fyrir 6 árum greindist Ragnhild- ur með alvarlegan sjúkdóm sem hún mætti af einstöku æðru- leysi, en varð að lokum að lúta fyrir. Fyrir rúmu ári fékk hún þessa af- mæliskveðju: Um áttatíu ára slóð öll til gæfu lágu skrefin. Séu þér áfram systir góð sólarbros að kvöldi gefin. Undir stúdentsprófið okkar lás- um við saman Sólarljóð þar sem segir: „Hér við skiljumst og hittast munum á feginsdegi fira.“ Í þeirri björtu lífstrú kveð ég Ragnhildi systur mína og þakka ljúfar ævistundir og dýrmæta sam- veru fyrir mína hönd og fjölskyldu minnar. Guð blessi hana og allt sem henni var kært. Sváfnir Sveinbjarnarson. Í dag kveðjum við Ragnhildi Sveinbjarnardóttur, móðursystur okkar, sem í huga okkar systkin- anna hefur alltaf verið Lilla frænka. Lilla ólst upp á Breiðabólstað í Fljótshlíð og þegar þau Jóndi hófu búskap fóru þau ekki langt því Lambey er varla nema 2-3 km frá bæjarhúsunum á Breiðabólstað. Þegar amma Þórhildur og afi Svein- björn komust á efri ár og hættu bú- skap byggðu þau sér hús í túnfæt- inum í Lambey og nefndu Staðarbakka og flutti amma síðan til þeirra hjóna þegar elli kerling fór að segja til sín. Það hefur efalaust verið góð tilfinning fyrir ömmu Þór- hildi að hafa frumburðinn sinn svo nærri alla tíð enda voru þær mæðg- ur mjög nánar. Við systkinin kom- um oft til ömmu á Staðarbakka á okkar uppvaxtarárum og gistum í skemmri eða lengri tíma. Þann tíma vorum við daglegir gestir í Lambey enda mikill barnaskari þar, bæði þeirra eigin börn og annarra því í þá daga tíðkaðist að senda borgarbörn- in í sveit á sumrin. Við reyndum að gera eitthvert gagn og aðstoða við heyskapinn, mjaltirnar og annað sem hægt var að nýta okkur til en einnig gafst alltaf mikill tími til leikja, margt var brallað og margt sem litlar manneskjur þurftu að kanna í sveitanáttúrunni. Allt þetta gerðist undir vökulum augum Lillu. Það hefur því verið svangur, þreytt- ur og sjálfsagt líka svolítið óhreinn barnaskari sem fyllti iðulega húsið í Lambey á matmálstímum og átti Lilla þá alltaf nóg af kræsingum eins og góðri sveitakonu sæmir. Eftir á að hyggja áttar maður sig á því hvers konar afrek hún vann á hverjum degi því hún hélt utan um þetta stóra heimili með jafnaðargeði og alltaf með bros á vör. Sveitung- arnir og ættingjar héðan og þaðan af landinu litu oft inn og þáðu kaffi og með því enda bæði gott og skemmtilegt að koma í Lambey. Alltaf gat Lilla holað niður fólki yfir nótt ef svo bar undir. Í minningunni var alltaf mikið af fólki í Lambey, oft var farið með gamanmál og hlátrasköll glumdu við. Lilla var mjög áhugasöm um ræktun og garðyrkju og bar garðurinn í Lamb- ey glögg merki um það. Þar kenndi ýmissa grasa af bæði matjurtum og fallegustu skrautrunnum og blóm- um. Einnig var hún mikill náttúru- unnandi og áhugasöm um að kynna dásemdir sunnlenskrar náttúru fyr- ir okkar kynslóð. Eftir að börnin fluttu að heiman og þau hjón hættu búskap varð rólegra í Lambey en það var nú samt einhvern veginn alltaf ómissandi að koma þar við og alltaf tókst Lillu með sínu hlýja við- móti að töfra fram kaffi og krásir handa gestunum, áhugasöm um vel- ferð þeirra og verkefni og aldrei var hallað á nokkurn mann. Í minningunni er Lilla og verður í okkar huga alltaf brosandi og falleg, góðvildin skín af henni og glettn- isblik er í brúnu augunum. Við þökkum þessari heiðurskonu sam- fylgdina og öll hennar góðu verk. Einnig vottum við Jónda, börnunum og þeirra fjölskyldum okkar dýpstu samúð, megi góður Guð blessa ykk- ur og styrkja í sorginni. Hróðný, Þórhildur og Páll Garðarsbörn. Ragnhildur Sveinbjarnardóttir  Fleiri minningargreinar um Ragnhildi Sveinbjarnardóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.