Morgunblaðið - 26.04.2008, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 26.04.2008, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÞETTA HELST ... ● ÚRVALSVÍSITALA kauphallarinnar á Íslandi hækkaði um 1,22% í gær og er lokagildi hennar 5.266,38 stig. Gengi bréf Össurar hækkaði um 4,92%, SPRON 4,73% og Straums um 3,83%. Century Aluminum lækk- aði um 9,53%. Krónan styrktist um 1,37% í gær. Við upphaf viðskipta í gærmorgun var gengisvísitalan 149,70 stig, en við lokun markaða var hún 147, 85 stig. Velta á millibankamarkaði nam 48 milljörðum króna. Gengi Banda- ríkjadals er nú 73,55 krónur, gengi punds er 145,89 krónur og gengi evru 114,99 krónur. Skuldatryggingarálag á skuldabréf bankanna hélt áfram að lækka á eft- irmarkaði í gær og er álagið á bréf Glitnis nú um 412,5 punktar, álag á bréf Kaupþings um 400 punktar og álag á bréf Landsbankans um 287,5 punktar. Hlutabréf og króna á uppleið ● SAUTJÁN ár eru síðan sala á ný- byggðu íbúðar- húsnæði var eins dræm vestanhafs og nú. Í mars var salan á íbúðarhúsnæði 526.000 á árs- grundvelli, sem er 36,6% minna en á sama tíma í fyrra, en spár hagfræð- inga hljóðuðu upp á 580.000. Með- alverð á nýju íbúðarhúsnæði er tæp- ar 17 milljónir króna og hefur lækkað um 13,3% milli ára, sem er mesta lækkun síðan 1970. Niðursveiflan í húsnæðiseft- irspurn endurspeglar hærri lána- kostnað, væntingar um fallandi fast- eignaverð og svartsýni neytenda, að sögn hagfræðings hjá Lehman Brot- hers. Financial Times segir hagfræð- ingum vestra vera brugðið, þeir hafi vænst hægari samdráttar. Sala á nýjum íbúðum ekki minni í 17 ár ● TAP varð á rekstri Mosaic Fas- hions á síðasta ári og nam það 16,3 milljónum punda, um 2,4 milljörðum íslenskra króna. Árið 2006 var 10,7 milljón punda hagnaður á rekstri Mosaic. Tekjur fyrirtækisins jukust um 49% frá fyrra ári og námu um 870 millj- ónum punda. Hagnaður fyrir skatta og afskriftir (EBITDA) nam tæpum 72 milljónum punda, sem er um það bil það sama og árið 2006. Í frétta- tilkynningu segir að tap á rekstri fyr- irtækisins megi m.a. rekja til upp- greiðslu lána fyrr en gert var ráð fyrir og afskrifta á vörumerkjum fyrirtæk- isins. Eigið fé félagsins jókst um 48 milljónir punda og skuldir lækkuðu um 31,4 milljónir. Stefnt er að því að fyrirtækið verði rekið með hagnaði á þessu ári. Tap Mosaic Fashions 2,4 milljarðar Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is ÚTFÆRA þarf hugmyndir um svo- kallaðan þjóðarsjóð áður en hægt er að taka afdráttarlausa afstöðu um ágæti hugmyndarinnar, að mati hagfræðinga sem Morgunblaðið hefur talað við. Björgólfur Guð- mundsson, formaður bankaráðs Landsbankans, lagði til á aðalfundi bankans á miðvikudag að Íslend- ingar kæmu sér upp öflugum vara- sjóði, einskonar þjóðarsjóði, til að verja efnahagslífið og hagstjórnina fyrir svipuðum áföllum og þeim, sem dunið hafa yfir síðustu mánuði. Styrkja frekar FME „Fljótt á litið verður að útfæra hug- myndina betur áður en hægt er að segja til eða frá um ágæti hennar,“ segir Gunnar Haraldsson, forstjóri Hagfræðistofnunar Háskóla Ís- lands. „Lífeyrissjóðirnir gegna slíku hlutverki nú og ég get ekki séð að sérstakur sjóður í eigu rík- isins myndi gera það eitthvað bet- ur.“ Segir Gunnar að takast ætti á við þær aðstæður sem væru uppi nú í efnahagsmálum þjóðarinnar með öðrum aðferðum, t.d. með því að styrkja enn frekar Fjármálaeft- irlitið, en með sjóði, sem fjármagn- aður yrði með skattlagningu. Friðrik Már Baldursson, prófess- or við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, segist velta því fyrir sér hver tilgangurinn sé með stofnun þjóðarsjóðs. „Er þetta sjóður til að byggja upp fyrir framtíðina, ein- hvers konar lífeyrissjóður, eða á að grípa til hans á erfiðleikatímum eins og gjaldeyrisvarasjóðsins?“ Hann segir einnig að betur verði að útfæra hugmyndina áður en hægt sé að taka afstöðu með eða á móti henni. „Svara verður því hvernig fjármagna á sjóðinn, hver tilgangur hans sé og hvaða reglur muni gilda um notkun hans.“ Freisting fyrir stjórnmálamenn „Það er auðvelt að vera vitur eftir á, en hugsanlega hefði mátt leggja rekstrarafgang ríkissjóðs í slíkan sjóð, eða nota söluandvirði einka- væddra ríkisstofnana til þess, en ég sé ekki að mikið lag sé til stofnunar slíks sjóðs í augnablikinu.“ Segir Friðrik að verði farið í einkavæðingu í orkugeiranum gæti hins vegar orðið færi á að leggja andvirðið í eins konar þjóðarsjóð. „Það þarf hins vegar að myndast þjóðarsátt um notkun slíks sjóðs, og jafnvel þurfa stjórnmálamenn að binda hendur sínar á einhvern hátt. Slíkur sjóður gæti orðið mikil freisting fyrir stjórnmálamenn, en óvarleg nýting stórs varasjóðs gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir hagkerfið.“ Fjallað er um hugmynd Björgólfs á vef Financial Times og þar sagt að sjóðinn væri hugsanlega hægt að fjármagna með skattlagningu sjáv- arútvegs- og orkufyrirtækja. Útfæra þarf hugmyndina Morgunblaðið/Golli Þjóðarsjóður Björgólfur Guðmundsson greindi frá hugmyndum sínum um þjóðarsjóð á aðalfundi Landsbankans síðastliðinn miðvikudag. Enn minni kaupmáttur? Eftir Halldóru Þórsdóttur halldorath@mbl.is GREINING Glitnis spáir 2% hækk- un á vísitölu neysluverðs nú í apríl. Hagstofan birtir nýjar mælingar á vísitölunni nú á mánudaginn. Hækk- un í mars mældist 1,5%, en 2% hækk- un milli mánaða yrði sú mesta frá árinu 1989, og gangi spáin eftir mun ársverðbólga mælast 10,2%, en hún er nú 8,7%. Fram kemur í Morgunkorni Glitnis að áður hafi verið gert ráð fyrir 1,8% hækkun, en nú bendi margt til að hækkunin verði meiri. Þyngst vegur gengislækkun krónunnar. Greiningardeild Landsbankans spáði áður 1,9% verðlagshækkun í apríl, fyrir tveimur vikum síðan. Síð- asta verðbólguspá greiningardeildar Kaupþings gerði ráð fyrir 1,7% hækk- un milli mánaða og þar með 10% verð- bólgu. Laun hækkuðu minna en verð Launavísitala í mars er 1,2% hærri en í febrúar skv. mælingum Hagstof- unnar sem birtar voru í vikunni. Þar gætir áhrifa nýgerðra kjarasamninga landssambanda og stærstu aðildar- félaga Alþýðusambands Íslands og meðallaun í hverjum mánuði, hefur hækkað um 7,8% sl. tólf mánuði. Eins og fram kom að ofan hefur vísitala neysluverðs hins vegar hækk- að um 8,7% og því hefur kaupmáttur rýrnað frá því í mars á síðasta ári. Til samanburðar hækkaði launavísitalan um 9,7% og verðvísitalan um 5,9% ár- ið áður, þ.e. milli mars 2006 og mars 2007. Í þessum skilningi er kaupmátt- urinn enn sem komið er meiri nú heldur en fyrir tveimur árum. Samtaka atvinnulífsins, sem fela í sér 5,5% lágmarkshækkun launa. Samn- ingarnir koma líklega ekki að fullu til framkvæmda fyrr en í apríl. Endurskoðunarákvæði samninga Kennarasambands Íslands og launa- nefndar sveitarfélaganna frá 8. mars 2007 hefur einnig áhrif, þar sem m.a. kvað á um að allir starfsmenn hækk- uðu um einn launaflokk þann 1. mars sl. Launavísitalan, sem miðast við                                                   ! "#  "  ! $% &'( ) *+ ,- #                       !   "# $%& ' ()* '    + , %    '! & '   *  -.   # / 0 121 !  3*4#  5         678  *)    ) 94   )-* * #-:   %   ; 4  ()* ')   < * 2     3 4%% %#0 0   =   0     ! "  # $ >* 4 # #>  "  '  "# 02   % &' )                                                                             =0  '%  3! 0? '%@ +  A7ABCDD 8EFF8DDD 6G6DDEDD8 ADD6ABF7A G8BD8G7G8D 87F8DDD B7CEDDDD FAE7AGEFD 6CEEG7BE6 EAC8DBA A8DAGA6CF FC6F7668A 7DA8DD ECF8FA6B / GE8E6DD D D / / 6C7A7E / / 8CEC86A / / A6BAEDDDD / / FHGC BAH88 AGH6D 7H8D A7HFD GGH7D G6HDD CB8HDD 6DHC8 EDH8D 8HDE AGHFD 6HEF EFHED AH68 7H78 GBDHDD A6CDHDD 67DHDD DHCB AB6HDD / / FHDD / / BCGDHDD AAHDD / FH6B BAHED AGH6B 7H86 A7HF8 GGHF8 G6HA8 C8GHDD 6AHDD EDHCD 8HAA AGHF6 BHDA ECHFD AH6F 7HFD GB6HDD ABADHDD 6FDHDD DHC8 ABFHDD AHCD GGHDD CHBD / / BCEDHDD AGHDD 8HED 2' 0  A AD BF 66 8C G 7 FD BG 6 6F F8 A A8 / 8 / / / / B / / A / / E / / %*  % 0* 0 G8BGDDC G8BGDDC G8BGDDC G8BGDDC G8BGDDC G8BGDDC G8BGDDC G8BGDDC G8BGDDC G8BGDDC G8BGDDC G8BGDDC G8BGDDC G8BGDDC GABGDDC G8BGDDC G6BGDDC GABGDDC G6BGDDC G6BGDDC G8BGDDC AD6GDDC AFBGDDC GGBGDDC 7AGGDDF GGCGDDF G8BGDDC GBGDDC F6GDDC I* I+     J J I, -I     J J 9 * 'K      J J     J J I.A8 I BD    J J FARSÍMAÁSKRIFTUM hjá finnska fjarskiptafyrirtækinu Elisa fjölgaði um 33.000 á fjórðungnum, mest vegna nýrra notenda þriðju kyn- slóðar síma, eða 3G. „3G markaðurinn heldur áfram að vaxa og Elisa ræður yfir helm- ingnum af honum.[...] Yfir 1,1 millj- ón finnskra 3G viðskiptavina getur notað netið í gegnum farsímann eins og með breiðbandi. Við teljum að í lok árs verði notendur um 1,4 milljónir,“ segir Veli-Matti Mattila, forstjóri Elisa, í tilkynningu með nýbirtu ársfjórðungsuppgjöri. Spá- in svarar til þess að rúmur fjórð- ungur Finna noti sér 3G síma. Hagnaður Elisu nam 40 millj- ónum evra, um 4,7 milljörðum króna, á fyrsta fjórðungi. Það er 18% samdráttur frá 49 milljónum evra fyrir sama tímabil í fyrra. Eig- infjárhlutfall var 37,7%. Lægri farsímagjöld hafa áhrif Mattila segir hagnaðinn hafa verið lægri en vænst var vegna tíma- bundins aðlögunarkostnaðar við nýtt reikningakerfi, sem hafi minnkað tekjurnar um sjö milljónir evra. Lægri farsímagjöld hafi einn- ig haft neikvæð áhrif á hagnað um 14 milljónir evra miðað við fyrra ár. Tekjur af hverri áskrift lækkuðu því úr 29,9 evrum í 25,9 evrur. Novator, eignarhaldsfélag Björg- ólfs Thors Björgólfssonar er stærsti hluthafi Elisu. Elisa spáir 1,4 milljónum 3G notenda fyrir árslok ● SAGT var frá því í Morgunblaðinu á fimmtudag að Actavis og Róbert Wessman hefðu verið viðfangsefni svonefnds greiningardæmis (e. Case Study) við Harvard Business School. Róbert er þó ekki fyrstur íslenskra stjórnenda til að verða slíkt viðfangs- efni, eins og þar kom fram. Fram- ganga Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, var áður notuð sem dæmi um viðskiptalíkön byggð á notkun sjúkragagna og hvern- ig skyldi takast á við þær pólitísku og siðferðilegu spurningar sem þau kynnu að vekja. Titill dæmisins var de- Code Genetics: Hunting for Genes to Develop Drugs og var kennsluefni um DeCode gefið út af Harvard snemma á árinu 2006. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Kári og Decode áður dæmi hjá Harvard BAUGUR er enn að vinna að 40 milljóna punda yfirtöku sinni á karlafatakeðjunni Moss Bros. Þetta kemur fram á vef breska blaðsins Times. Auknar vangaveltur hafa verið uppi um að Baugur muni falla frá kaupunum en samkomulag milli fyrirtækjanna, þess efnis að Baugur leggi fram formlegt tilboð, rann út í gær. Talsmaður Baugs sagði hins vegar að verið væri að vinna að mál- inu og ákvörðunin yrði tekin á „við- eigandi stundu.“ Í síðasta mánuði voru lögð drög að tilboði, 42 pens á hlut, en Baugur á nú tæp 29% í Moss Bros. Vill enn fá Moss Bros FJALLAÐ er um ástand efnahags- mála hér á landi í nýjasta tölublaði tímaritsins Economist. Segir þar að tilraunir Seðlabankans til að hemja verðbólgu hafi lítinn árangur borið, heldur hafi mikill vaxtamunur við út- lönd, sterk króna og ódýrt erlent fjármagn myndað vítahring hárrar verðbólgu, viðskiptahalla og hárra vaxta. Nú súpi Íslendingar seyðið af þessari hegðun. Súpa seyðið ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.