Morgunblaðið - 26.04.2008, Page 52

Morgunblaðið - 26.04.2008, Page 52
52 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ Það hefur stundum verið til umræðuhvort það sé siðferðilega rétt að fjöl-miðlamenn, sem löngum titla sig sem fjórða valdið, vendi sínu kvæði í kross og ger- ist almannatenglar fyrir stjórnmálaflokka, innlend fyrirtæki og erlenda auðhringa. Sú umræða hefur því miður oftast lognast fljótt út af eins og fleira sem máli skiptir hér á landi.    Þegar Þjóðleikhúsið frumsýndi, um jólin2005, Túskildingsóperuna eftir Bertolt Brecht, römmuðu leikstjóri og leikmynda- teiknari sviðið inn með auglýsingum frá ís- lenskum stórfyrirtækjum. Þessi íróníska vísun í þróun í fjármögnun listsköpunar, var mis- skilin af sumum. Menn komust í uppnám, héldu að þessi fyrirtæki kostuðu sýninguna. Sá misskilningur má samt teljast eðlilegt við- bragð í því samfélagi sem við lifum í. Sífellt fleiri leiksýningar verða að sækja kostun til fyrirtækja og sífellt fleiri leikurum finnst það sjálfsagt og eðlilegt að auglýsa fyrir fyrirtæki. Kveður svo rammt að því orðið að mann grun- ar að börn og unglingar séu hætt að gera greinarmun á auglýsingum og þeim fáu ís- lensku viðburðum á leiklistarsviðinu sem sjón- varpið býður okkur upp á. Enda auglýsing- arnar oft listavel gerðar. Það ber hins vegar lítið á áhyggjum hjáleikhúsfólki af því hversu það umfram aðra listamenn landsins er orðið nátengt fyr- irtækjum í landinu gegnum kostun og auglýs- ingar. Sjaldgæft að spurt sé: Hvaða áhrif kann það að hafa á listsköpun manna og stöðu leik- listar í samfélaginu? Hvort hugmyndir sam- félagsins um leiklistina hafi breyst við þessi nýju tengsl; hugmyndir þess um leikarann? Hvort nauðsyn sé á kostun á móti til dæmis vali viðfangsefna? Hvort einhver innri rit- skoðun fari af stað við kostun ákveðinna að- ila? Hvað hefur breyst í umhverfi og rekstri leikhússins sem gerir kostun svona ríkjandi?    Allt eru þetta þó spurningar sem leik-húsfólk ætti að velta fyrir sér. Og helst kannski þeirri hlið málsins sem mest hefur verið rædd í sambandi við fjölmiðlamenn – sem sagt hvort leiklistin og leikhúsið gerir einhverjar samfélagslegar kröfur til þeirra sem starfa þar sem ekki samræmast því að menn taki að sér hlutverk sölumanna? Kostun og auglýsingar AF LISTUM María Kristjánsdóttir Morgunblaðið/Golli Túskildingsóperan Sviðið var innrammað með auglýsingum íslenskra fyrirtækja. majak@simnet.is »Hvað hefur breyst í umhverfi og rekstri leikhússins sem gerir kostun svona ríkjandi?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.