Morgunblaðið - 14.06.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.06.2008, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 1 4. J Ú N Í 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 161. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er MIKLAR framkvæmdir standa yfir í Hallgrímskirkju um þessar mundir. Ætlunin er að styrkja steypuna í kirkjunni en þegar hún var reist á sín- um tíma var mikið af afgangssteypu nýtt í verkið. Starfsemi kirkjunnar raskast nokkuð við framkvæmdirnar enda fylgir þeim töluverður há- vaði. Kirkjuturninn var til að mynda lokaður í síðustu viku og verður það aftur í þeirri næstu. Heppilegt þykir að þegar jarðskjálftinn reið yf- ir hinn 29. maí voru verkamenn í kaffipásu en stefnt er að því að ljúka verkinu á 18 mánuðum. haa@mbl.is Í háloftum helgidómsins Morgunblaðið/RAX Steypuviðgerðir í Hallgrímskirkju raska nokkuð starfsemi kirkjunnar Eftir Skúla Á. Sigurðsson skulias@mbl.is ALVARLEGAR athugasemdir eru gerðar við ýmsa þætti í starfsemi hjúkrunarfræðideildar Háskóla Ís- lands í skýrslu óháðrar matsnefndar um starf deildarinnar. Ekki var að- eins gerð úttekt á starfi hjúkrunar- fræðideildar heldur voru öll fræða- svið háskóla landsins metin í tengslum við ný háskólalög frá árinu 2006. Hjúkrunarfræðideildin kom sýnu verst út úr matinu. Sér í lagi eru athugasemdirnar á sviði skipulags, starfsmannamála, tækjakosts og aðstöðu sem þykir ófullnægjandi og úr sér gengin. Einnig er talið að deildin fái ekki það fjármagn sem henni ber. Lítið er þó fundið að kennslu við deildina og þykja þeir sem þar stunda nám farn- ast vel að útskrift lokinni. Deildarforseti telur vandamálin flestöll að rekja til lítils fjárhagslegs svigrúms deildarinnar. Henni sé sniðinn of þröngur stakkur og geti ekki sinnt þeim þáttum sem gagn- rýndir eru sem skyldi. Endurnýjun- ar og umbóta hafi lengi verið þörf en tillögur um frekari fjárveitingar hafi mætt daufum eyrum stjórnvalda. Læknadeild Háskóla Íslands hlaut heldur ekki náð fyrir augum mats- nefndarinnar sem mælti með að hún undirgengist endurmat innan þriggja ára. Í heild komu háskólarnir þó ágæt- lega út úr matinu og var til þess mælst að öllum fræðasviðum þeirra yrði veitt viðurkenning samkvæmt hinum nýju lögum. Álitin eru ekki bindandi en menntamálaráðherra fór að tilmælunum.  Íslenskir háskólar | 16 Pottur brotinn í hjúkrun  Aðstaðan gersamlega ófullnægjandi  Frekari fjárveitingar nauðsynlegar  ÍRAR felldu Lissabon- sáttmálann um breytingar á skipulagi Evr- ópusambandsins í þjóðarat- kvæðagreiðsl- unni á fimmtu- dag. Brian Cowen forsætis- ráðherra og leiðtogar annarra ríkja hörmuðu flestir niðurstöð- una en sögðu að áfram yrði hald- ið með staðfestingarferlið í hin- um löndunum 26. Ólík öfl börðust gegn sáttmál- anum. Markaðshyggjumenn sögðu margir að sáttmálinn merkti skattasamræmingu, Írar yrðu ef til vill að hækka fyr- irtækjaskatta sem myndi gera landið síður aðlaðandi fyrir er- lenda fjárfesta. Þjóðernissinnar og vinstrimenn óttuðust um full- veldið, Írum yrði gert skylt að leggja fram herlið til varna ESB. Hlutleysið yrði úr sögunni. » 18 Lissabon-sáttmálanum var hafnað á Írlandi Brian Cowen  „ÉG geng reyndar um með handlóð þessa dagana til að styrkja mig, því ég vil nátt- úrulega taka al- mennilega í höndina á fólki,“ segir Kristín Ingólfs- dóttir rektor Háskóla Íslands. Útskrift verður frá háskólanum í dag, þegar fjöl- mennasta brautskráning í sögu skólans verður haldin í Laug- ardalshöll. Alls verða 1.082 kandítatar brautskráðir, þar af 371 úr meist- ara- og viðbótarnámi. Rektor gengur með hand- lóð fyrir brautskráningu Kristín Ingólfsdóttir  JARÐSKJÁLFTI sem mældist sjö stig á Richterkvarða skók norður- hluta Honshu-eyjar í Japan í gær. Ekki var skýrt frá mann- eða eigna- tjóni en skjálftinn fannst vel í Tókýó. Nýtt viðvörunarkerfi virkaði, sek- úndum áður en skjálftinn varð birt- ist viðvörun á skjá NHK-sjónvarps- stöðvarinnar. Engin flóðbylgju- viðvörun var send út. kjon@mbl.is Harður jarðskjálfti skek- ur norðurhluta Japans Dauðasyndirnar >> 49 Leikhúsin í landinu Hann getur ekki sofið, beygir sig yfir unnustuna, kyssir háls hennar og axlir, fikrar sig niður eftir hryggjarsúlunni og dregur nátt- buxurnar gætilega niður á mið læri. Andvaka í skítugri borg Góð saga hefur gildi í sjálfu sér án þess að sé meðfram verið að kenna til dæmis umferðarreglurnar, segir Einar Kárason í viðtali við Kol- brúnu Bergþórsdóttur. Kennir ekki umferðarreglurnar Geðveikin og andfélagsbrjálæðið sem skein úr afskræmdu andliti hins unga og fríða Heaths Ledger heill- aði mig umsvifalaust, segir í umfjöll- un um nýju Batman-myndina. Jókerinn, erkifjandi Batmans, snýr aftur LESBÓK ELSA B. Friðfinnsdóttir, formað- ur félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga, segir kreppt að stétt- inni um þessar mundir. Það skjóti skökku við að meðan 20% umframeftirspurn sé eftir hjúkrunarfræðingum, fáir sæki námið og stór hluti stéttarinnar fari á eftirlaun á næstu árum séu stjórnvöld ósveigjanleg gagnvart kröfum um bætt laun og veiti ónógu fjármagni til hjúkrunarfræðimenntunar. Kreppir víða að DAGLEGTLÍF VILTU LÍTA ÚT EINS OG CARRIE BRADSHAW? REYKJAVÍKREYKJAVÍK Sigur Rós mitt í hvirfilbyl í Omaha
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.