Morgunblaðið - 28.09.2008, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
S
á sem þetta ritar er rúmlega
tvítugur piltur. Hann gekk í
grunnskóla á höfuðborg-
arsvæðinu og mátti þola ein-
elti árum saman. Undanfarin
ár hefur hann leitað sér hjálp-
ar og notið aðstoðar Hugos
Þórissonar sálfræðings.
Hann var lengi efins um að hann ætti að
skrifa þessa grein. „Það sem hélt aftur af mér
hingað til var skömm, kvíði um að fólk myndi
óttast mig, og efi um að þetta myndi hafa ein-
hver áhrif.“
Kveikjan að greininni var sjálfsvíg Lárusar
Stefáns Þráinssonar í júní sl, en hann „gafst upp
á lífinu, brotinn eftir áralangar misþyrmingar
eineltis,“ eins og móðir hans orðar það á heima-
síðu sinni.
Hér er greinin ekki birt í heild, enda lengri en
svo að þess sé kostur. En hún varpar ljósi á það
ferli, sem þolendur eineltis ganga í gegnum.
Brotna sjálfsmyndina og sjálfsefann, reiði sem
brýst út í hatursfullum hugsunum, skilning og
loks örlar á fyrirgefningunni.
Einskis vert barn
Ungi maðurinn ritar: „Einelti er stöðugt
ástand, eitthvað sem umbreytir félagslegum
umheimi barnsins gjörsamlega. Það brýtur
barnið niður með tímanum og smám saman fer
persónuleiki þess að breytast. Það fer að hætta
að geta gert hluti út af stöðugu stressi, jafnvel
einfalda hluti eins og að tala. Þessi sífelldu klúð-
ur valda síðan enn meiri skömmum og háði og
barninu finnst það eiga það skilið. Smám saman
verður barnið heilaþvegið um að það sé öm-
urlegt að öllu leyti, gallað mannsorp af lægstu
sort. Þetta veldur síðan breytingum á því hvern-
ig barnið skynjar heiminn. Allt verður skilið á
sem verstan hátt, jafnvel þótt slæma merk-
ingin sé langsótt. Ef fólk hlær nálægt barninu
finnst því að það sé verið að hlæja að sér.
Barnið er orðið svo vant því að fá ekkert
nema illt frá fólki að það fer að sjá óvini í
hverju horni. Jafnvel alvöru hrós komast
ekki í gegn, barnið er orðið vant því að hrós
séu einungis notuð í kaldhæðni eða grimmd-
arlegu háði, og mun skilja öll hrós þannig.
Ef barnið sér hrósandann alls ekki sem
óvinveitta manneskju þá er hrósið skilið
sem ekkert nema hvít lygi sögð í vorkunn.
Barninu finnst eins og allir annaðhvort hati
sig eða aumki sig yfir sig og þegar skemmd-
irnar eru komnar á hátt stig láta öll hrós því
líða illa.“
Eftir kafla um andlega örðugleika heldur
hann áfram:
„Vandamálið með skemmdir á huganum af
hálfu eineltis er að þær breyta því hvernig fórn-
arlambið hugsar. Það verður svo vant því að
efast stöðugt um sjálft sig til að reyna að forðast
árásir, að það myndast einskonar innri rödd
sem tekur við af gerendunum og heldur áfram
að plaga löngu eftir að eineltinu lýkur. Hugsanir
sjálfshaturs og sjálfsgagnrýni er eitthvað sem
fórnarlambið þarf að glíma við fyrstu árin eftir
að það losnar úr einelti, en það er kaldhæðn-
islegt að verri líðan skuli koma eftir að ástand
fórnarlambsins lagast eitthvað. Eftir að
fórnarlambinu tekst að endurheimta
einhverskonar sjálfsmynd, þá fer öm-
urleikinn, sjálfsgagnrýnin og sorgin að
breytast í reiði. Þegar fórnarlambið
loksins sér að það átti ekki eineltið
skilið, auðvitað tekur þá reiði við.
„Hvernig gátu þau gert mér
þetta?“ spurði ég sjálfan mig. „Hafa
þau enga SAMVISKU?“
Ætlaði að drepa þau
Og þá kom hatrið. Hatrið er verst af öllu …
mér líður ömurlega bara að rifja þetta upp.
Hatrið át mig að innan, eitraði og brenndi sál-
ina. Ég fékk köst og lá stundum andvaka uppi í
rúmi, svitnandi af hreinni reiði, réttlátri reiði.
„Hvernig gat þetta helvítis fólk GERT mér
þetta?“ hugsaði ég. „Hvernig gátu þau haldið
áfram og áfram og ÁFRAM eftir að þau sáu
hvað mér leið illa út af þessu?“
Eina niðurstaðan sem ég gat fundið þá var að
þetta væru gjörsamlega siðlausar, illar mann-
eskjur sem væri best að fjarlægja af þessari
jörð. Þannig væri ég að hjálpa bæði heiminum í
dag, og í framtíðinni með því að koma í veg fyrir
að þau gætu alið upp illa innrætt börn sem
myndu leggja annað saklaust fólk í einelti. Og
fyrir utan að hjálpa heiminum, þá myndi ég ná
fram einhverju réttlæti fyrir að líf mitt og mögu-
leikar voru eyðilögð strax í barnæsku (þarna ór-
aði mig ekki fyrir batanum sem ég myndi geta
náð með árunum, og hélt að einmanalegt og öm-
urlegt líf biði mín). Ég ætlaði að ræna helstu
höfuðpaurunum í eineltinu (þrír strákar og tvær
stelpur) og fara með þau í yfirgefinn kofa úti í
óbyggðum og beita þau hræðilegum pynting-
araðferðum (sem ég vil aldrei lýsa fyrir nokkurri
manneskju) og halda þeim nær dauða en lífi í
marga daga áður en ég loks dræpi þau …og mér
fannst þau SAMT vera að sleppa mjög vel miðað
við það sem þau gerðu mér. Eftir á ætlaði ég síð-
an að fremja sjálfsmorð.
Ég var í togstreitu í nokkur ár um hvort ég
ætti að gera þetta, og hélt þessu leyndu fyrir öll-
um til öryggis, því að segja frá myndi skemma
möguleikann á að gera þetta.
Í dag veit ég að þetta fólk (þótt þau væru orð-
in 15-16 ára í lok eineltisins) vissi ekki almenni-
lega hvað það var að gera, og þess vegna get ég
fyrirgefið því. Þau vissu ekki almennilega hvað
þau voru að gera mér og hvað það myndi kosta
mig í framtíðinni. Það sem var áður í augum
mínum óhugsandi hrein illska sé ég nú sem
heimskulega grimmd til að fá útrás fyrir eigin
vandamál og/eða reyna að öðlast stöðu í skóla-
menningunni. Og það er slæm menning. Ég
gæti skrifað mikið um það eitt og sér, en í stuttu
máli sagt þá finnst mér margt líkt með fangels-
ismenningu og grunnskólamenningu. Þetta eru
staðir sem þú ræður engu um að vera á. Það eru
klíkur, það er staða og virðingarröð. Þú þarft að
hafa þig hægan og passa þig að skera þig ekki
úr hópnum. Fólk vinnur sér inn stöðu og virð-
ingu á ýmsan hátt en margir uppgötva að auð-
veldasta leiðin er að beita ofbeldi og ótta. Ef ein-
hver kjaftar í yfirvaldið fær sá hinn sami
alvarlegar refsingar.“
Líkamsárás, ekki slagsmál
Skólinn brást ekki við eineltinu:
„Það er vert að minnast á að þrátt fyrir að ég
lemdi aldrei á móti meðhöndluðu skólayfirvöld
alltaf árásir á mig sem einföld slagsmál. Og í
staðinn fyrir að forðast að draga athygli að mér
ef ég leitaði hjálpar hóuðu yfirvöldin í gerand-
ann inn á skrifsstofu og létu okkur segja „fyr-
irgefðu“ hvor við annan og takast í hendur.
Þetta olli því að sjálfsögðu að ég lenti strax í
annarri líkamsárás.
Auk þess er vert að minnast á að skólastjór-
inn var lygalaupur. Í hvert skipti sem mamma
mætti með áverkavottorð frá lækni talaði hann
digurbarkalega um að svona myndi ekki líðast,
en hann gerði aldrei neitt. Hún segir mér að
enginn hafi nokkurn tímann tekið andlega of-
beldið alvarlega þrátt fyrir að hún benti þeim á
áhrifin sem það hafði á mig. Þannig að hún ein-
beitti sér að því að kvarta yfir líkamsmeiðing-
unum […] Dag einn, þegar einn höfuðpauranna
hafði eina ferðina enn safnað liði og gengið í
skrokk á mér, þá gat hún ekki meir. Hún storm-
aði inn á skrifstofu skólastjórans og sagði að
hún færi ekki fet fyrr en hann væri búinn að
hringja á lögregluna. Hann maldaði í móinn og
þá tók hún símann og hringdi sjálf. Þegar lög-
reglubíll mætti niður í skólann fóru barsmíð-
arnar loksins að hætta.
Það er undarlegt að hugsa til þess að líkams-
árásir skuli ekki vera taldar alvarlegt mál þegar
börn eiga í hlut, en svona var íslenska skólakerf-
ið árið 2000 og ég heyri að það sé enn svona í
dag.
Morð í skólum
En víkjum aftur að því hvernig skemmdirnar
geta versnað og eðli þeirra breyst með tím-
anum. Skoðum morð í skólum víðsvegar um
heiminn. Ég fann því miður ekki tölur um skóla-
morð yfirhöfuð, bara þau sem voru framin með
byssum. 63 um heim allan eftir árið ’85, þ.á m.
20 annars staðar en í Bandaríkjunum (þ.á m.
eitt í Danmörku, tvö í Finnlandi og þrjú í Þýska-
landi). Ég hef kynnt mér mörg þessara skóla-
morða, og þau eru oftast í einhvers konar fram-
haldsskóla (aldur 14-20). Oft kom fram að
morðinginn var lagður í einelti, en nær alltaf var
vanrækt að kanna hvort morðinginn hefði orðið
fyrir einelti í fyrri skóla (fólk er oftast upptekið
við að kenna bíómyndum/tölvuleikjum/
þungarokki um eða rífast um byssulög). Ég held
að mörg skólamorð gætu verið dæmi um að eftir
grunnskóla og að losna úr einelti þar hafi sorg
og brotin sjálfsmynd breyst í reiði og hatur. Og
þetta hatur getur auðveldlega flust yfir á aðra
sem gera manni illt. Ég skammast mín mikið
fyrir að viðurkenna það, en það var strákur í
framhaldsskóla sem gerði ekki miklu meira af
sér en líka illa við mig og tjá þá skoðun oft og
hrokafullt og í návist annarra. Ég hataði þennan
strák ÓTRÚLEGA mikið á tímabili og mér
fannst hann vera að beita sér fyrir því að öðrum
líkaði illa við mig líka. Ég gerði plön um að búa
til eldsprengju og kasta henni inn um gluggann
hjá honum meðan hann svæfi. Það var mikil tog-
streita um þetta líka … en á tímabili gekk þessi
ENDASTÖÐ
Einelti gerði mig næstum að
fjöldamorðingja … það er ástæðan
fyrir að ég skrifa nafnlaust. Upp-
haflega skrifaði ég eitthvað ekki
eins gróft sem ég taldi mig geta
gefið út undir nafni, og áherslan
var á að segja sögu eineltisins,
sem sagt segja frá völdum atvik-
um í tímaröð. En þegar ég leit yfir
það ritverk fannst mér það varla
segja 1% af sögunni. Þannig að ég
ákvað að reyna í staðinn að útlista
áhrifin sem einelti getur haft. Ein-
elti er MIKLU meira en bara röð
atvika, og það er ómögulegt fyrir
þann sem hefur aldrei lent í einelti
sjálfur að skilja það til fulls. En
með því að lýsa endastöðinni –
hversu djúpt ég sökk á endanum
– þá get ég kannski gefið hug-
mynd um hversu hryllilegt
ferðalagið
var.“
„Einelti gerði mig næstum að fjöldamorðingja“
Hatrið át mig að innan, eitraði og
brenndi sálina. Ég fékk köst og lá stund-
um andvaka uppi í rúmi, svitnandi af
hreinni reiði, réttlátri reiði. „Hvernig gat
þetta helvítis fólk GERT mér þetta?“
Teikning/Hugleikur Dagsson.
Myndin er úr bókinni Fylgið okkur og er birt með leyfi höfundar.