Morgunblaðið - 28.09.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.09.2008, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Guðrún Snæfríður Gísladóttir fæddist 12. desember 1954. Faðir hennar hét Gísli Guð- mundsson og var bílstjóri en móðir hennar er Dag- björt Snæbjörnsdóttir garðyrkjufræðingur. Guð- rún er gift Illuga Jök- ulssyni rithöfundi. Hún ólst upp í Reykjavík og er elst þriggja systkina. Hún lauk prófi frá Leiklist- arskóla Íslands árið 1977. Hún lék fyrst hjá Þjóðleik- húsinu en starfaði svo um árabil með Alþýðuleikhús- inu og Leikfélagi Reykja- víkur. Hún hefur leikið í ýmsum kvikmyndum, meðal annars Fórninni eft- ir Tarkovskí og Hafinu eft- ir Baltasar Kormák. Guð- rún hefur verið fastráðin við Þjóðleikhúsið síðustu ár. Hún leikur sem stendur í Engisprettum í Þjóðleik- húsinu en efnt hefur verið til nokkurra aukasýninga í haust. Gísli Galdur Þorgeirsson fæddist 14. desember 1982. Hann ólst upp í Reykjavík og á fimm hálfsystkini, Einar Njál, Friðrik Örn og Gunnar Mána Þorgeirssyni og Veru Sól- eyju og Ísleif Eld Illugabörn. Hann er sonur Guðrúnar og Þorgeirs Gunn- arssonar, sem unnið hefur við kvikmyndagerð og sjónvarp um árabil en starfar nú sem pottasölumaður. Sambýliskona Gísla er Kristín Kristjánsdóttir. Hann stundaði nám við Ísaksskóla, Austurbæjarskóla, Menntaskólann við Hamrahlíð og Tónskóla Sigursveins. Hann stundar nú nám í slagverki við FÍH og raftónlist við Tónlistarskóla Kópavogs. Gísli hefur getið sér gott orð sem plötusnúður og er einnig í hljómsveitunum Ghostigital, Trabant og Motion Boys en plata er væntanleg frá síðastnefndu sveitinni 7. október næstkomandi. Hann hefur unnið sem hljóðmaður í Þjóðleikhúsinu og samdi tónlist í verkinu Rambó 7. Sem stendur er hann að vinna að væntanlegri sýningu í Hafnarfjarðarleikhús- inu með leikhópnum Ég og vinir mínir. Morgunblaðið/Golli Í Skólastrætinu Mæðginin „gera gott um sig“ við æskuheimili Gísla þar sem Guðrún býr enn ásamt fjölskyldu, sem m.a. inniheldur þrjá ketti sem heita Scott, Skotta og Fiskur. Tengsl Hún er leikkona. Hann er plötusnúður. Þau eru mæðgin. Inga Rún Sigurðardóttir heim- sótti Guðrúnu Gísladóttur og Gísla Galdur Þor- geirsson og frétti af afaleik, forvitni, tónlistarupp- eldi, húmor og huggulegheitum. Var auðvelt að plata hann Guðrún „Gísli var yndislegur krakki, glaðvær og athafnasamur. Hann er mjög næmur og þolir ekki rifrildi og leiðindi. Við pabbi hans bjuggum ekki saman nema í um eitt ár eftir að hann fæddist og einhvern tímann spurði hann hvers vegna það væri. Hann fékk það svar að við myndum annars alltaf vera að rífast. Einhverjum árum seinna gisti hann hjá vin- konu sinni en þar var eitthvert hjónarifrildi í gangi. Hann hug- hreysti vinkonu sína með því að þetta yrði allt í lagi því á morgun yrði pabbi fluttur út! Við vorum tvö að róa þetta framan af en pabbi hans var samt mikið inni á heimilinu með strákinn því ég var að vinna í leikhúsinu. Hann er rosalega friðelskandi maður, eins og föðurfólkið hans. Hann er húmoristi. Hann er líka nákvæmur og mikill snyrtipinni. Hann er mikið fyrir „að gera gott um sig“ eins og hann kallaði það þegar hann var lítill, að hafa nota- legt í kringum sig. Sem krakki var hann trúgjarn og það var auð- velt að plata hann. Þegar hann var 11 eða 12 ára gabbaði ég hann á fyrsta apríl. Ég lét Gíó [Guðjón Pedersen, fyrrverandi leik- hússtjóra Borgarleikhússins], sem er vinur pabba hans, hringja hing- að. Hann þóttist vera danskur skemmtanastjóri á skemmti- ferðaskipi, sem vildi ráða hann sem plötusnúð. Gísli fór niður í bæ að hitta hann og Gíó er enn með móral yfir því að hafa tekið þátt í þessu. Hann er músíkalskur og það var strax mikill rytmi í honum. Hann byrjaði snemma í plötusnúðastarf- inu. Daginn sem hann tók síðasta stúdentsprófið rauk hann í heil- sumarstúr með Quarashi og er bú- inn að vera í þessu síðan. Ég fer á hljómleika og fylgist með honum í náminu en honum er ekkert um það gefið að ég sé að fylgjast með honum á börunum. Ég hef stundum haft áhyggjur af þessu spili á börunum sem er framundir fimm og sex á morgn- ana en hann er líka að gera margt annað, bæði í hljómsveitum og leikhúsinu. En ég er ánægð með að hann sé að gera eitthvað skap- andi sem hann hefur gaman af. Nafnið Galdur Ég hef ekki yfir neinu að kvarta, nema að hann mætti koma hingað oftar! Svo eru þessi börn mín svo mikil einkabörn því það er svo langt á milli, þau eru fædd ’82, ’89 og ’99. Ég er enn á tímabili legókubbanna og búin að vera í því í 25 ár! Þegar hann fæddist var ég viss um að ég gengi með stelpu, spá- kona í Búlgaríu var búin að segja það við mig. Ég hélt einhvern veg- inn að mér væri ekki ætlað að eiga strák. Eftir að hann kom í heiminn þá hugsaði ég þetta orð, „magic“. En nafnið Galdur er líka komið til vegna þess að mér finnst falleg- asta hljóðið í íslensku vera í orðinu aldrei, ALDR. Það var nú vesen að fá að gefa honum þetta nafn. Ég ætlaði fyrst ekki að skíra hann hjá presti heldur skrá nafnið hjá hagstofunni en þar var kona sem vildi ekki taka nafnið í mál. Hann var ekki skírður fyrr en hann var þriggja ára en prestinum fannst ekkert athugavert við nafnið því það er íslenskt og beygist. Ég held að hann hafi alltaf verið ánægður með nafnið og veit ekki til þess að honum hafi verið strítt. Algjör skófrík Gísli er skófrík og ég held hann hafi það frá mér, við erum af- skaplega veik fyrir skóm. Einu sinni fengum við Illugi hláturskast þegar við komum niður í her- bergið hans Gísla fyrir jólin og hann var búinn að setja skóinn út í glugga. Hann var 12 eða 13 ára og farinn að nota ansi stóra skó, þannig að skórinn náði yfir hálfa gluggakistuna! Gísli var ekkert fyrir íþróttir en hafði þó mjög gaman af því að hjóla og hjólið var hreinlega samgróið við hann. Hann hefur alltaf átt nóg af vinum og verið trúr vinum sínum alla tíð. Á tímabili gekk hérna yfir óskaplegt rakspíratímabil, ég hef kannski aldrei sagt honum þetta … Þá var hann í herberginu niðri og lyktin gaus stundum upp. Hann var að byrja að raka sig og rakspíranotkunin var svo óhófleg að við gátum varla náð andanum hérna uppi! Þá vissum við að hann var að tygja sig til að fara eitt- hvað út. Hann var alltaf samviskusamur í skóla. Ég þurfti aldrei að láta hann læra. Hann útvegaði sér líka sjálfur ýmsar vinnur. Hann er mikill bókhaldari en hér er hins vegar ekki mikil reiða á reikn- ingum og pappírum. Hann gekk þvert á það og þetta er algjörlega skipulagt hjá honum, enda skilst mér að hann sé kominn í gjald- kerastarfið í blokkinni sinni. En hvaðan hann hefur það veit ég ekki. Allavega ekki frá okkur for- eldrunum. Mér finnst Gísli hafa áhuga á mannlífinu. Hann tekur fulla af- stöðu til ýmissa hluta í þjóðlífinu, eins og margir af hans kynslóð. Mér finnst hún ekki vera eins gráðug og kannski tíu árum eldra fólk. Þetta eru skynsemd- arkrakkar og að ýmsu leyti til fyrirmyndar. Gísli er prýð- ismaður á heimili og það er gott að hafa hann nálægt sér. Ég vona að hann leiti til mín þegar eitthvað bjátar á eða hann þarf að ræða eitthvað.“ Mikið fyrir að hafa notalegt í kringum sig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.