Morgunblaðið - 28.09.2008, Síða 22

Morgunblaðið - 28.09.2008, Síða 22
22 SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is J óhann R. Benediktsson fráfarandi lögreglustjóri á Suðurnesjum segir nær óhugsandi að hann væri á útleið úr embætti ef Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri hefði reynt að hjálpa til við að jafna hinn alvarlega ágreining milli Jóhanns og dómsmálaráðuneytis und- anfarin misseri. Jóhann fer þungum orðum um tómlæti ríkislögreglustjóra og segir að hann hafi þvert á móti unnið gegn lögreglustjór- anum á Suðurnesjum og hamast í honum með þeim hætti að Jóhann segist orðlaus. Jóhann gerir einnig í þessu viðtali upp hinn alvarlega samskiptavanda við dómsmálaráðu- neytið og segir harða baráttu lögreglustjóra við ómálefnalega málsmeðferð ráðherra vera mjög dýrkeypta. „Það hvernig ráðherra og ráðuneyti hans hafa dregið úr okkur máttinn á sama tíma og við erum að reyna að hvetja alla til dáða er í raun svo hryggilegt - að ég á ekki til nein orð til að lýsa því,“ segir Jóhann. „Við eigum að vera að berjast við glæpamenn og þurfum á allri okkar orku að halda til þess. Við höfum ekki umframorku í að slást við ráðherra og embættismenn.“ Jóhann telur að ef ríkislögreglustjóri hefði tekið „slaginn“ með honum, „þá hefði dóms- málaráðherra að sjálfsögðu hlustað,“ segir hann. „En ríkislögreglustjóri hefur aldrei hringt eða sagt neitt. Mér vitanlega hefur hann aldrei hringt í neinn lögreglustjóra og spurt hvort hann eigi að taka upp einhver mál fyrir hans hönd við dómsmálaráðherra. Hvers vegna ekki? Vegna þess að ríkislögreglustjóri er í samkeppni við okkur um öll sín verkefni og peninga. Þar sem ráðuneytin eru rekin á rammafjárlögum en eiga stundum „ferska“ peninga utan þeirra, þá eiga undirstofnanir möguleika á að sækja um fé þar. Setjum sem svo að dómsmálaráðuneytið eigi 200 „ferskar“ milljónir og ríkislögreglustjóri sækir um 100 milljónir fyrir eitthvert lögregluembætti, þá er bara minna eftir í pottinum. Af hverju ætti rík- isilögreglustjóri þar með að ná í fé fyrir aðra? Kerfið er þannig uppbyggt að það tryggir að hann geri það ekki og það er ekki hans sök. En kerfið, eins og það er, verður best lýst með einu orði: galið. Ef öll sú umræða sem orðið hefur um erfiðleika lögreglustjóraembættisins á Suð- urnesjum verður til þess að opna augu ráða- manna fyrir þeim vanda sem er hér við að etja, þá mun ég una glaður við mitt.“ Jóhann segist hafa skynjað upphafið að endalokunum snemma í ágúst, þegar hann fékk bréf frá ráðuneytinu um að hann væri sviptur umboði til að sitja í stjórnarnefnd Landamærastofnunar Evrópu, FRONTEX. „Ég var skipaður í nefndina af dóms- málaráðherra árið 2005, þó svo að ég væri und- ir utanríkisráðuneytinu á þeim tíma. Það var einfaldlega vegna þess að embætti mitt, að mér persónulega meðtöldum, þekkti þennan mála- flokk gerst. Þetta er mjög vaxandi verkefni og FRONTEX, sem hefur aðsetur í Varsjá er mikilvæg stofnun. Allur kostnaður við ferðir og annað er greiddur af ESB. Ég áttaði mig á því að mjög undarlegir hlutir voru að gerast þegar ég fékk bréfið heim til mín þar sem sagt er stutt og laggott að ég sé sviptur umboði til setu í nefndinni og mér þökkuð góð störf. Ég fékk engar skýringar Þarna skildi ég að eitthvað verulega mikið væri að í samskiptunum. Þegar ég leitaði skýr- inga á því hvers vegna ekki hefði verið farið eftir eðlilegum kurteisisreglum, þá var svar ráðuneytismanna: „Eigum við ekki að orða það svona: ráðherra ákvað að gera þetta með skýr- um og afgerandi hætti.“ Ég fékk hinsvegar engar skýringar á því hvers vegna ég var tek- inn úr nefndinni og það sem verra var; ég fékk ekki að kveðja vini og félaga í nefndinni sem ég hafði suma hverja þekkt í 14 ár. Framlagi Ís- lendinga á þessum vettvangi hefur verið mjög hælt og ef einhver ætlar að halda því fram að ráðherra hafi afgreitt þetta mál með málefna- legum hætti, þá fallast manni hendur, vægast sagt,“ segir Jóhann. „Fjórum vikum síðar, þegar ég fékk bréfið um að embætti lögreglustjórans á Suð- urnesjum yrði auglýst, var mér ekki mjög brugðið. Það var í raun rökrétt framhald þeirr- ar atburðarásar sem var hafin. Ég ætla ekki að nota nein orð um framkomu af hálfu ráðuneyt- isins, en þung orð sem sumir samstarfsmanna minna hafa látið falla í þessu sambandi, koma mér ekkert á óvart. Því miður er margt í sam- skiptunum við ráðuneytið í þeim anda sem ég var að lýsa og samstarfsfólk mitt hefur orðið vitni að. Þess vegna eru viðbrögðin svona hörð og undiraldan í málinu svona þung,“ segir hann. „Þegar allt sprakk í loft upp í mars, þegar dómsmálaráðuneytið ákvað að skipta embætt- inu upp í þrennt, þá fór allt á annan endann í öllum hlutaðeigandi hagsmunafélögum hér á Suðurnesjum. Dómsmálaráðherra vildi per- sónugera þennan vanda í mér, eins og ég hefði stýrt þessum óróa. Mér fannst með ólíkindum að hann skyldi ekki hafa litið í eigin barm með hvernig hann stóð að málum en þess í stað bað hann, og fleiri úr ráðuneytinu mig að kalla þessa „varðhunda“ mína inn. Það var gerð sú krafa til mín að ég ætti að róa þetta ástand með öllum mögulegum og ómögulegum ráðum. Ég var þá sakaður um að stjórna allri fjölmiðlaum- fjöllun með skipulögðum hætti. En á þessum tímapunkti gaf ég hins vegar engin viðtöl við fjölmiðla. Framganga ráðherra og ráðuneyt- isins í þessu endurspeglaði að mínu mati stjórnunarstíl sem ég tel að muni brátt líða undir lok. Mér hugnast ekki sú sýn sem þarna birtist, að menn telji virkilega að aðrir gangi fram með þessum hætti og get ekki dregið aðra ályktun en þá að þetta séu vinnubrögð sem menn hafi viðhaft sjálfir. Þetta finnst mér graf- alvarlegur hlutur og ég spyr sjálfan mig að því hvort stjórnunarstíll eins og hér var lýst, sé eitthvað sem við viljum hafa í þessu landi?,“ segir hann. „Staðreyndin er sú að þegar Stefán Eiríks- son fyrrverandi skrifstofustjóri í dóms- „Eigum að vera að ber „Við höfum ekki umframorku í að slást við ráðherra og emb- ættismenn,“ segir Jóhann R. Benediktsson fráfarandi lög- reglustjóri um samskipti við yfirboðara sína sem hann seg- ir hafa verið dýrkeypt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.