Morgunblaðið - 28.09.2008, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2008 37
Í einkasölu glæsileg 3-4ra herb. 105 fm íb. á 3ju hæð í góðu velstaðs.
húsi ásamt bílskýli. Vand. innrétt. Ísskápur og uppþvottavél fylgja eign-
inni. Parket, Mjög gott skipul. Stutt í mjög góðan skóla og leiksk. Einstakt
útsýni á fjallahringinn og Heiðmörkina.Hér getur þú flutt inn við kaup-
samning. Einstakt verð aðeins 27,0 millj. Ekki missa af fráb. Tækifæri.
Eign á frábæru verði. Opið hús í dag sunnudag frá kl. 14-15.
Opið hús í dag
Rauðavað 23, íb. 0302 m.bílskýli
VALHÖLL FASTEIGNASALA SÍMI 588-4477
| Síðumúla 13 | www.miklaborg.is569 - 7000
Jason Guðmundsson, lögfræðingur BA og löggiltur fasteignasali
Langalína 27-29, Garðabæ
Stórglæsilegar Lifa innréttingar
Sjóströnd
Glæsilegt lúxusfjölbýli
Tilbúnar til afhendingar
3ja og 4ra herbergja íbúðir
Opið hús í dag frá kl. 16-17
LAUGARÁSVEGUR 1 - TIL SÖLU
Falleg og björt 3ja herbergja útsýnisíbúð á efstu hæð með stórum
svölum við Laugarásveg sem er 92 fm og er með miklu útsýni.
Skiptist þannig: Stofa, tvö svefnherbergi, baðherbergi og eldhús.
Sérgeymsla í kjallara. Parket á gólfum. Tvöfaldur ísskápur fylgir.
Snyrtileg sameign. Allt húsið tekið í gegn að utan 2006-2007. Til
afhendingar strax. Verðhugmynd 28,5 millj. Áhv. lán til 40 ára, 14,1
millj. Vextir 4,2%.
Upplýsingar veitir Karl í síma 892 0160.
Í MORGUN-
BLAÐINU hinn 19.
september sl. var
auglýst nýtt deili-
skipulag við Stekkjar-
bakka í Reykjavík
þar sem gert er ráð
fyrir slökkvistöð. Þá
var jafnframt auglýst
nýtt aðalskipulag fyr-
ir Elliðárdalinn að
sunnanverðu.
Sem íbúi Stekkjahverfisins
fagna ég þeirri hugmynd að
slökkvistöð rísi í Breiðholti því ég
tek öryggi fram yfir náttúruvernd.
Á þessu svæði eru 3 íbúðarhús
auk nokkurra útihúsa. Þessi hús
eiga að fara og slökkvistöð verður
byggð á miðju svæðinu þó þannig
að hún falli vel inn í landslagið og
verði því lítið áberandi.
Og hvers vegna þetta svæði sem
sumir vilja ekki hrófla við?
Skýringin liggur í ósk Slökkvi-
liðs höfuðborgarsvæðisins (SHS)
og var kynnt á auglýstum kynn-
ingarfundi í maí sl. með íbúum
Breiðholts. Þar kynntu fulltrúar
SHS nýlega rannsókn á útkalls-
tíma SHS síðstu 2 árin á höf-
uðborgarsvæðinu. Rannsóknin
sýnir að með þessari staðsetningu
getur SHS þjónað íbúum höfð-
uborgarinnar enn betur en nú er
og mun betur en nokkur önnur
staðsetning. Þarna er átt við þann
tíma sem tekur fyrir slökkvi- og
sjúkrabifreiðar að komast á út-
kallsstað. Það er útkallstíminn
sem skiptir öllu máli þegar líf er í
húfi. Breiðholtið hefur verið allt of
lengi afskipt í þessum málaflokki
því við uppbyggingu hverfisins var
gert ráð fyrir slökkvistöð uppi við
Asparfell. Af því varð þó aldrei.
Útakallsliðið er 2-4 mínútum
lengur að komast á útkallsstað í
Breiðholtinu en önnur hverfi eins
og staðan er í dag, þ.e.a.s. ef farið
er frá slökkvistöðinni við Tungu-
háls í Árbænum. Sú stöð verður
lögð niður og önnur verður byggð
við rætur Úlfarsfells eins og áætl-
anir SHS gera ráð fyrir.
Það er margsannað ef fólk lend-
ir í hjartastoppi, öndunarerfiðleik-
um (aðskotahlutir í öndunarvegi)
eða lendir í mjög alvarlegum áföll-
um er það tíminn sem skiptir öllu
máli. Hámarkstími í
slíkum tilfellum er
talinn í nokkrum mín-
útum. Það skiptir því
höfuðmáli fyrir björg-
unarlið að komast 2-4
mínútum fyrr til að
endurlífga. Val okkar
íbúanna í Breiðholti
stendur því um líf eða
dauða.
Íbúar sem eru
næstir Stekkjarbakka
og hafa útsýni yfir
dalinn fjölmenntu á
kynningarfundinn og
höfðu í frammi hörð
mótmæli. Þeir líta svo á að ekki
megi snerta við þeirri nátt-
úruparadís sem Elliðarárdalurinn
er. Og hann er það svo sann-
arlega. En þessi fyrirhugaða stað-
setning slökkvistöðvarinnar er
ekki í Elliðarárdalnum. Hún yrði í
jaðrinum eða í efri hluta Blesu-
grófar eins og hverfið hét lengi.
Íbúarnir eru í raun að taka nátt-
úrvernd fram yfir mannslíf. Sem
íbúi í Stekkjahverfinu fagna ég
þeirri hugmynd að reisa slökkvi-
stöð við Stekkjarbakka. Ég er að
hugsa um öryggið. Það er alltaf
hægt að setja niður tré og gróður
en það er ekki hægt að vekja fólk
upp frá dauðum.
Þó ber þess að geta að áð-
urnefndir íbúar hafa bent á að
borgaryfirvöld hafa lofað því að
ekki verði byggt á þessu svæði en
samt hafa verið reist á nálægu
svæði sjoppa, bensínstöð (Staldrið)
auk þvottastöðvar. Því treysta
þessir íbúar, sem margir hverjir
eru frumbyggjar Stekkjahverfsins,
ekki því sem borgaryfirvöld segja.
Ef byggð verður slökkvistöð er
óttast að eitthvað annað komi síð-
ar. Undir þetta tek ég og þessar
áhyggjur eiga því sannarlega rétt
á sér. En úr því SHS óskar eftir
þessari staðsetningu og hefur fært
fyrir því góð rök með athygl-
isverðri rannsókn sem sýnir að
þessi staðsetning er best með til-
liti til útkallstíma og nálægðar við
stofnæðar borgarinnar tel ég far-
sælast fyrir íbúa Breiðholts að
slökkvistöð verði reist á þessu
svæði. Það verður þá að vera
framtíðarverkefni íbúa hverfisins
að mótmæla frekari uppbyggingu
svæðisins ef hún þá verður. Bjóð-
um SHS velkomið í Breiðholtið.
Tökum lífið fram yfir dauðann.
Tökum mannslíf fram
yfir umhverfisvernd
Sigurður Ágúst Sig-
urðsson vill að
slökkvistöð verði
reist í Breiðholti?
» Það skiptir höf-
uðmáli fyrir björg-
unarlið að komast 2-4
mínútum fyrr til að end-
urlífga. Val okkar íbú-
anna í Breiðholti stend-
ur því um líf eða dauða.
Sigurður Ágúst
Sigurðsson
Höfundur er forstjóri Happdrættis
DAS og íbúi í Stekkjahverfi.
FYRIR nokkru skrif-
aði Eggert B. Guð-
mundsson, forstjóri
HB-Granda, grein í
Fréttablaðið þar sem
hann veltir fyrir sér
göllum og kostum þess
fyrir sjávarútveginn ef
Ísland gengi í ESB.
„Samandregið má því
segja að allt umhverfi
sjávarútvegsins í ESB
sé fráhrindandi,“ segir
Eggert undir lok
greinarinnar og bend-
ir á að þó svo að und-
anþágur fengjust
vegna sérstöðu sjáv-
arútvegsins hér á landi
yrði það tæpast nema
til skamms tíma. Sig-
rún Björk Jak-
obsdóttir, bæjarstjóri
á Akureyri, hafði nokkru áður skrif-
að grein um sama efni. Sigrún Björk
er bæjarstjóri í stærsta byggðarlagi
utan þéttbýlisins á suðvesturhorni
landsins þar sem matvælafram-
leiðsla í landbúnaði og sjávarútvegi
er undirstaða allrar atvinnu. Það er
athyglisvert að sjá að Sigrún Björk
kemst að sömu niðurstöðu og Egg-
ert um áhrif inngöngu Íslands í
ESB; hvorugt telur það umhverfi
sem ESB muni skapa henta í þeim
geira sem þau starfa.
Ný sjónarmið
Gagnrýni en um leið vönduð og
meitluð umræða um jafnmikilvægt
mál og hér um ræðir er því miður
allt of sjaldgæf. Meira ber á upp-
hrópunum og einfeldningslegum
fullyrðingum sem oftar en ekki
halda hvorki vatni né vindi þegar á
reynir. Þau Eggert og Sigrún Björk
hafa kosið að fara aðra leið og vakið
athygli með málflutningi sínum.
Sjávarútvegur og landbúnaður
eru mikilvægar atvinnugreinar á
landsbyggðinni og þær greinar
verða settar í uppnám með inngöngu
Íslands í ESB eins og þau benda
bæði á í skrifum sínum. Sjávar-
útvegurinn mun verða hnepptur í
fjötra stjórnvaldsins í Brussel og
það er fásinna að halda því fram að
Ísland muni um ókomna framtíð fá
undanþágu frá því valdi til að stjórna
og ráða yfir mikilvægustu auðlind-
um sínum, eins og hafinu í kringum
landið.
Makrílveiðar
Íslendinga og ESB
Íslensk skip hafa á þessu ári veitt
yfir 100.000 tonn af makríl við land-
ið. Verðmæti þess afla
er mikið og er talið að
útflutningsverðmæti
þessa mikla afla sé yf-
ir 6 milljarðar. Mak-
rílveiðarnar skiptu
sköpum fyrir afkomu
útgerða og sjómanna
á uppsjávarskipum
sem máttu þola mik-
inn skell fyrr á árinu
vegna loðnuveiða.
Mörg byggðarlög,
fjölskyldur og fyr-
irtæki eiga veiðum á
makríl mikið að þakka,
hjólin héldu áfram að
snúast og óvæntar
tekjur streymdu inn.
Hver hefði staðan verið
í þessum málum ef Ís-
land hefði verið eitt af
ríkjum ESB? Það er
einfalt að svara því; ís-
lenskar útgerðir hefðu
ekki haft nokkurn
möguleika á því að stunda veiðar á
makríl. Sökum þess að íslensk sjáv-
arútvegsfyrirtæki hafa hverfandi
aflareynslu í makríl frá fyrri árum
hefði ESB engu úthlutað til okkar.
Það eina sem við hefðum getað gert,
verandi bundin af ákvörðunum yf-
irvalda í Brussel sem aðilar að ESB,
hefði verið að reyna að slást við önn-
ur aðildarríki um að fá hlutdeild í
sameiginlegum kvóta.
Engar líkur eru á að slíkt hefði
skilað neinum teljandi árangri og
eins víst að hefðum við að endingu
fengið einhverja úthlutun á makríl-
kvóta hefðum við orðið að greiða fyr-
ir hana með öðrum veiðiheimildum.
Þannig ganga hrossakaupin yfirleitt
fyrir sig í ESB. Íslenskar sjáv-
arbyggðir, íslenskar útgerðir, sjó-
menn og sveitarfélög hefðu orðið af
miklum tekjum og líkast til hefðu
margir ekki komist í gegnum þær
þrengingar sem blöstu við í sum-
arbyrjun ef ESB-stjórnvaldið hefði
ráðið för. Það má því segja að það
hafi ekki aðeins verið makríllinn og
veiðarnar á honum sem björguðu því
sem bjargað varð heldur hafi það
fyrst og fremst verið að þakka því að
Ísland er fullvalda ríki með eigin
stjórn á sínum málum. Þetta ein-
falda dæmi sýnir að það er að mörgu
að hyggja þegar rætt er um hugs-
anlega aðild Íslands að ESB og langt
því frá allt sem sýnist í þeim efnum.
Það er því ástæða til að hvetja til
vandaðrar og yfirvegaðrar umræðu
um þessi mál og líta á þau frá öllum
hliðum í stað þess að ana áfram í
óvissuna. Það getur skipt máli þegar
á reynir.
Um ESB og Ísland
Björn Valur Gíslason
skrifar um Evr-
ópumál
Björn Valur Gíslason
» Það er því
ástæða til að
hvetja til vand-
aðrar og yf-
irvegaðrar um-
ræðu um þessi
mál...
Höfundur er varaþingmaður VG.
@