Morgunblaðið - 28.09.2008, Side 49

Morgunblaðið - 28.09.2008, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2008 49 Lögga, læknir og lögfræðingur Kippan ÉG MUNDI EKKI TALA VIÐ ÞENNAN... HANN ER ALGJÖR TRÚÐUR! STEINI, HVERNIG VAR STEFNUMÓTIÐ Í GÆR? KONAN LEIT ÚT EINS OG CAMERON DIAZ VÁ! EINS OG HÚN LEIT ÚT Í SHREK 2 ÚFF! ÞAÐ STENDUR HÉRNA AÐ ÞÚ GETIR TALAÐ ÞRJÚ ERLEND TUNGUMÁL JÁ, ÉG TALA ENSKU, FRÖNSKU OG SÍÐAN GET ÉG LÍKA TALAÐ TUNGUM STARFSMANNASTJÓRI LÆKNIRINN BAÐ HANN AÐ HAFA AUGA MEÐ ÞVÍ SEM HANN BORÐAR HANN SAGÐI AÐ STEYPAN VÆRI ILLA BLÖNDUÐ OG AÐ VIÐ ÆTTUM AÐ BÆTA VIÐ MEIRI SANDI FRÁBÆRT! ÍSÖLDIN ER KOMIN OG VIÐ ERUM EKKI ENNÞÁ BÚIN AÐ UPPGÖTVA ELDINN! Velvakandi STUNDUM er gott að færa sig yfir í annað umhverfi þegar heimalærdómn- um er sinnt og þá eru gjarnan bókasöfn eða hugguleg kaffihús góðir kostir eins og þetta kaffihús á Laugaveginum. Morgunblaðið/Valdís Thor Heimanáminu sinnt Fórnarlömb Ég er hreint ekki sammála því að bíða hefði átt með leiðrétt- ingu á launum ljós- mæðra, og að hækk- unin muni hleypa af stað skriðu kaup- hækkana, eins og Ill- ugi Gunnarson sagði í Kastljósi 26. sept- ember sl. og hafði áð- ur viðrað, að ég held, í einhverju dagblað- anna. Nauðsynlegt var að leiðrétta van- mat á mennt- unarkröfum þeirra. Mér finnst þakkarvert að ljós- mæður skyldu ekki fara fram á leiðréttingu á því misrétti, sem þær hafa búið við fram að þessu – ef þetta hefur í för með sér að ekki verður hægt að halda áfram að hlunnfara lækna, en þar er á ferð sama réttlætismál, sem allir hljóta að skilja. Þetta leiðir hugann að hug- myndum Breiðavíkursamtakanna um bætur til Breiðavíkurdrengj- anna. Velflestir Íslendingar basla við það alla ævi að koma sér upp þaki yf- ir höfuðið. Margir fórna heilsu og heim- ilislífi fyrir það og sumir eiga ekki nema hluta af húsnæðinu, sem þeir búa í, þótt komnir séu á efri ár. Eiga nú hin fórn- arlömb þessa þjóð- félags að afhenda Breiðavíkurdrengj- unum andvirði íbúðar fyrir fárra ára mis- þyrmingu, sem þau bera enga ábyrgð á. Ég veit ekki hvers vegna þessir drengir lentu á Breiðavík, sumir hafa vafa- laust lent þangað að ófyrirsynju, en ég er hræddur um að samúðin með drengjunum hafi dvínað fyrir aðkomu nefndra samtaka að mál- inu. Öðru máli gegnir um réttmætar kröfur ljósmæðra, sem eiga stuðn- ing þorra þjóðarinnar. Þórhallur Hróðmarsson.           Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Félagsstarf Bólstaðarhlíð 43 | Haustlitaferð 30. september kl. 12.30. Farið verður í Heið- mörk, Nesjavelli, Ljósifoss og Grímsnes. Staðarleiðsögn verður í Nesjavallavirkjun og kaffihlaðborð í Hótel Nesbúð. Verð kr. 2.700. Skráning og nánari uppl. í síma 535-2760. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrif- stofan í Gullsmára 9, er opin á mánudög- um og miðvikudögum kl. 10-11.30, sími 554-1226. Í Gjábakka er opið á mið- vikudögum kl. 15-16, sími 554-3438. Fé- lagsvist er bæði í Gullsmára og Gjá- bakka. Sjá nánar á www.febk.is Félag eldri borgara, Reykjavík | Dans- leikur kl. 20 í kvöld, danshljómsveitin Klassík leikur. Námskeið í framsögn, upplestri og grunnatriði leikrænnar tján- ingar á þriðjudögum kl. 17.30 og hefst 14. okt. ef næg þátttaka fæst. Farið verð- ur í flutning á bundnu og óbundnu máli. Leiðbeinandi er Bjarni Ingvarss. Skrán- ing og nánari upplýsingar í síma 588- 2111. Félagsstarf Gerðubergs | Virka daga eru meðal annars opnar vinnustofur, spilasalur og margt fleira. Föstudaginn 3. október kl. 13 hefst bókband, leiðbein- andi er Þröstur Jónsson. Bútasaums- klúbbur er á fimmtudögum kl. 12.30, prjónakaffi er á föstudögum kl. 10, um- sjón hefur Ágústa Hjálmtýsdóttir. Nánari upplýsingar á staðnum og í síma 575- 7720. Hraunbær 105 | Glerlist Tiffany’s er eft- ir hádegi á þriðjudögum og þurrburstun á keramiki eftir hádegi á miðvikudögum ef næg þátttaka fæst. Nánari upplýs- ingar og skráning á skrifstofu eða í síma 411-2730. Toyota býður í kaffi og fyr- irlestur un áhrif CO2 á umhverfið, þriðju- daginn 30. september og stendur skrán- ing til kl. 14, mánudaginn 29. september. Nánari upplýsingar í síma 411-2730. Íþróttafélagið Glóð | Æfingar fyrir sýn- ingar og hópdansa eru í Kópavogsskóla á þriðjudögum kl. 14.30-16 og á mið- vikudögum í Lindaskóla kl. 15-16.20. Ringó er í Snælandsskóla á mið- vikudögum kl. 19-20 og á laugardögum kl. 9.30-10.30. Línudans verður í Húna- búð á fimmtudögum kl. 16.30-18. Nánari upplýsingar í síma 564-1490, 554-2780 og 554-5330. Korpúlfar Grafarvogi | Ganga á morg- un, mánudag, kl. 10 frá Egilshöll. Korpúlfsstaðir, vinnustofur | Búta- saumur á morgun kl. 13-16. Bútasaumur er annan hvern mánudag. Vesturgata 7 | Haustlitaferð verður farin frá Vesturgötu, þriðjudaginn 30. sept- ember kl. 12.15. Ekið verður að Vífils- stöðum um Heiðmörk að Nesjavallavirkj- un og virkjunin skoðuð. Kaffihlaðborð verður á Hótel Nesbúð. Einnig verður farið að Ljósafossi og Grímsnesleiðin ek- in heim. Nánari upplýsingar og skráning í síma 535-2740. Vesturgata 7 | Myndlist hefst miðviku- daginn 1. október. Þórðarsveigur 3 | Þjónustumiðstöð Ár- bæjar og Grafarholts stendur fyrir opn- um fundi um félagsstarf eldri borgara í Grafarholti. Fundurinn verður í salnum Þórðarsveigi 3, fimmtudaginn 2. október kl. 14-15. Léttar kaffiveitingar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.