Morgunblaðið - 28.09.2008, Síða 59

Morgunblaðið - 28.09.2008, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 2008 59 VINNUVÉLAR Glæsilegt sérblað um vinnuvélar, jeppa, atvinnubíla, fjölskyldubíla o.fl. fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 3. október. Meðal efnis er: • Vinnuvélar, það nýjasta á markaðnum. • Atvinnubílar. • Fjölskyldubílar. • Pallbílar. • Jeppar. • Fjórhjól. • Verkstæði fyrir vinnuvélar. • Varahlutir. • Græjur í bílana. • Vinnulyftur og fleira. • Dekk. • Vinnufatnaður fyrir veturinn. • Hreyfing og slökun gegn daglegu álagi og áreiti. Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is. Ásamt fullt af öðru spennandi efni og fróðleiksmolum. Auglýsendur! Pantið fyrir klukkan 16, mánudaginn 27. september.                     !"  #      $   %" $  &'   ( )*  )     +'    , $  , #         ( , $   $($     ""  #                                 !!! "#$%&'() *+  ,-$",*."/"#$%&'() *+ (%0 1 2&..3 4 45 -    $   ,  $ ,   $        %"    $.   /   $     01 "  23   # "        HEIMILDARMYND sem dregur nafn sitt af næturklúbbi sem frægur var að endemum á Manhattan undir lok síðustu aldar, er byggð á göml- um tökum inni á staðnum og bæði nýjum og eldri viðtölum við fasta- gesti, skemmtikrafta og fræga fólkið sem leitaði þar lífsgleðinnar. Squeezebox átti fáa keppinauta um hylli jaðartjúttara sem dásama stað- inn eins og horfinn helgidóm. Drag- drottningar setja mestan svip á næt- urklúbbinn, transgenders og samkynhneigðir af báðum kynjum, þeir sem hafa kynhneigð til beggja kynja og sjálfsagt slæðast gagnkyn- hneigðir með í hópinn. Á sínum tíma braut staðurinn blað með hömluleysi sínu og hitti heldur betur í mark og hafði jákvæð áhrif á almennings- álitið gagnvart draggdrottningum og öðru slíkum jaðarkúltúr, og veitti ekki af. Tónlistin, rokk, pönk og kabarettsöngur var framinn af fólki af sama sauðahúsi og gestirnir, heið- inn hnignunarblær í lofti. Mestallur sýningartíminn fer í viðtöl við nokkra þeirra sem settu svip á stað- inn einsog furðufuglinn og leikstjór- ann John Waters, Hedwig hinn aust- urþýska, auk þeirra sem stunduðu staðinn af alefli og skemmtu, sumir hverjir. Það er litríkur hópur þar sem mikið ber á Mistress Formika, Miss Guy, að ógleymdum Handsome Dick Manitoba sem á í líflegu rifrildi við pönkarann og dragdrottninguna Jane Country. Mannskapurinn hef- ur margt og mikið að segja um þá kynjaveröld sem ríkti innandyra og vekur vafalaust misjafnan áhuga gesta þó forvitnileg sé. Sódóma, Manhattan Kynjaveröld Fastagestir á næturklúbbnum Squeezebox á Manhattan. Squeezebox Heimildarmynd. Leikstjóri: Steven Sap- orito og Zach Shaffer. Fram koma m.a. Michael Musto. Hedwig, Lou Reed, Nina Hagen, John Waters, Debbie Harry, Rhona. 105 mín. Bandaríkin 2008. bbbnn Sæbjörn Valdimarsson Sýnd í Iðnó í kvöld og 5.10. og í Norræna húsinu 30.9. Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík Í ÆVISÖGU sinni lýsir Tryggvi Em- ilsson því eftirminnilega hvernig hann samsamaðist náttúrunni, lærði að hlusta á raddir hennar, ekki aðeins lækjarniðinn og vindinn heldur á fjöllin kallast á yfir Öxnadalinn, gróð- urinn dafna á vordegi. Þessum hæfi- leika hefur nútímamaðurinn að mestu glutrað niður. Mapuche-fólkið, sem Spánverjar nefndu Araúkarías- indjána, er umfjöllunarefni heimild- armyndarinnar Hvíslið í trjánum, en frumbyggjarnir hafa öldum saman búið um miðbik og sunnarlega í Chile og Argentínu. Það er furðu margt líkt með þeim og íslenska kotbóndanum fram á síðustu öld. Landið er harð- býlt, fámennt og var löngum fjarri alfaraleiðum. Íbúarnir lifðu á því sem landið gaf og það tókst með eðlis- lægum skilningi á umhverfinu og nægjusemi. Lengst af hefur trjáteg- undin Mapuche verið lífsankeri Arúk- ariasanna, en það ber furuhnetuna, ávöxt sem er ein uppistaðan í dag- legri fæðu og úr honum brugga þeir drykki sér til yndisauka. Til viðbótar hefur hann verið ein helsta söluvara Mapuche-fólksins. Til skamms tíma naut það lítillar menntunar, var yf- irleitt ólæst og óskrifandi en nú er að verða breyting á. Nútíminn hefur haldið innreið sína með verslunum, skólum og heilbrigðiskerfi. Fólkið kann vel að meta þægindin en hvað verður um það og merkilega menn- ingu þess? Sorgarmars fyrir frumbyggja Sýnd í Regnboganum í kvöld og í Iðnó 1.10. og 5.10. Hvíslið í trjánum/ Whispering of the Trees Heimildarmynd. Leikstjóri: Tom Lemke. Aðalviðmælendur: Íbúar í Argentínu af Mapuche- eða Araucarias-ættbálknum. 80 mín. Þýskaland 2008. bbbmn Sæbjörn Valdimarsson Hvíslið í trjánum Mapuche-fólkið er umfjöllunarefni myndarinnar. @ Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.