Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1933, Page 5

Skinfaxi - 01.11.1933, Page 5
SIÍINFAXI 85 liafa ekki verið tækifæri til að móta mannkosti ne þroska félagshyggju nemandans. Þetta er öllum Ijóst og engum betur en kennurun- um. Orsakirnar liggja fyrst og fremst i gjörsamlega omögulegu fyrirkomulagi, sem skapar óhjákvæmilega óheppileg vinnubrögö. Námsefnið ekki rétt valið, náms- hækur óhentugar, kröfurnar rangar og árangurinn af öllu saman vægast sagt vafasamur. Það virðist því liarla erfilt að ná liinum eiginlega tilgangi fræðslu með þessu fyrirkomulagi. Enda hefir verið horfið að þvi, að reisa heimangöngu- og licima- vistarskóla, og hygg eg, að starfsemi sumra þessara heimavistarskóla hafi nú jiegar mvndað þá reynslu í ýmsum atriðum, sem vert væri að gefa gaum og hyggja á í framtiðinni. En skólar þessir hafa of oft orðið of dýrir, og þó ekki allskostar heppilegir að gerð. En þar er um mistök að ræða, sem auðvelt ætti að vera að varast. Þá eru félagsmálin. Að ýmsu leyti gætu þau verið eins konar uppeldisstofnun æskufólksins. Hlutverk þeirra er að sameina kraftana um öll menningar- og framfaramál innan liéraðsins. Menn skipa sér i eins konar starfshópa um hin ýmsu málefni. Þar héldust í hendur fræðsla og starf. Þau félög, sem helzt eru starfandi í sveitum eru: ungmennafélög, húnaðarfélög, kvenfélög og heimilisiðnaðarfélög. Þessir hópar hafa við ýmsa örðugleika að stríða, sem cru því valdandi, að þau eru máttlítil í starfsemi sinni. Skipulag félag- anna er losaralegt, verkaskiptingin ógreinileg og víð- ast hvar vantar þau samastað fyrir fundi sína og aðra starfsemi. Hvergi er meiri nauðsyn á öflugum sam- tökum en í strjálbýlinu; þar er félagsskapurinn sú líf- taug, sem gerir lífsbaráttuna kleifa, ef rétt er á hald- ið. Það er því augljóst, að cins og nú er ástatt, eru það örðugleikarnir, sem hafa svo að segja sigrað fræðsluna og félögin og markað um of stefnu og ár-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.