Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1933, Blaðsíða 74

Skinfaxi - 01.11.1933, Blaðsíða 74
154 SKINFAXI leiku um „land og lýð“. Hefir höf, ritað bókina sér „til hvild- ar og skemmtunar“ í „hjáverkum frá fjárhirðingu", og er þrekvirki. Föroysk bindingarmynstur. Samlað og givið lit hevur Hans M. Debes. Tórshavn 1932. — Bók þessi vakti hjá mér lang- mesta undrun þeirra bóka, sem mér hafa verið sendar til umsagnar í ár. Það er lireint furðuefni, að jafn-fámenn þjóð og frœndur vorir á Færeyjum skuli gefa út jafn-veglegt verk. Jafnan hefir verið mjög mikið prjónað í Færeyjum. I-Iand- prjónaðar peysur voru aðalflíkur karla og kvenna, og eru enn mjög notaðar. Var oft mikið horið í sparipeysur við færeyska þjóðbúninginn, bæði i litum og útprjóni. Nú hefir Hans IMaríus Debes klæðskeri i Þórshöfn safnað gömlum prjónagerðum, sem margar hafa verið komnar að því að gleym- ast, og gefið 125 þeirra út í ofannefndri bók. 33 uppdrættir eru prentaðir með litum, en hinir í svörtu. Öll útgáfan er svo vönduð, að eigi verður á betra kosið, ágætur pappír, fyrir- taks prentun, prentað öðrum megin á blöðin og silkipappir milli lituðu blaðanna. Bókin er 50 blöð í fjögra blaða broti. Lögþing Færeyinga hefir veitt styrk til útgáfunnar, enda er hókin svo ódýr, að furðu gegnir. Það er tvímælalaust, að bók þessi getur komið að stórmikl- um notum hér á landi, þeim sem heimilisiðnað stunda. Upp- drættirnir eru margir gullfallegir, og þá má nota ekki að- eins til að prjóna eftir, heldur og að vefa og sauma krosssaum eftir. Skinfaxi vill vinna heimilisiðnaðinum þarft verk með því að benda á bókina, og vonast eftir, að bendingin verði notuð. Bókina má panta beint frá útgefanda, eða Bókaverzlun E. P. Briem í Reykjavik. En hvenær verður Heimilisiðnaðarfélag ísalnds þess um- komið, að gefa út íslenzkar heimilisiðnaðargerðir á jafnmynd- arlegan hátt og einstakur áhugamaður hefir gert i Færeyjum? Jakob Thorarensen hefir nýverið sent frá sér fimmtu ljóða- bók sina. Nefnist liún Heiðvindar. Er nafn það mjög táknandi um ljóð Jakobs. Hreinn og hressandi heiðsvali auðkennir þau öðru fremur. Ivvæðin í þessari nýju bók bera liin gömlu og góðkunnu einkenni skáldsins, karlmannlega, islenzka hugsun, skýrar, sterkar myndir, hreimmikil kjarnyrði. Hann yrkir svo, að enginn þarf að spyrja um höfund kvæðanna. Ætli nokkr- um dytti t. d. í hug að eigna öðrum kvæðið um Hildigunni, er byrjar svo:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.