Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1933, Side 74

Skinfaxi - 01.11.1933, Side 74
154 SKINFAXI leiku um „land og lýð“. Hefir höf, ritað bókina sér „til hvild- ar og skemmtunar“ í „hjáverkum frá fjárhirðingu", og er þrekvirki. Föroysk bindingarmynstur. Samlað og givið lit hevur Hans M. Debes. Tórshavn 1932. — Bók þessi vakti hjá mér lang- mesta undrun þeirra bóka, sem mér hafa verið sendar til umsagnar í ár. Það er lireint furðuefni, að jafn-fámenn þjóð og frœndur vorir á Færeyjum skuli gefa út jafn-veglegt verk. Jafnan hefir verið mjög mikið prjónað í Færeyjum. I-Iand- prjónaðar peysur voru aðalflíkur karla og kvenna, og eru enn mjög notaðar. Var oft mikið horið í sparipeysur við færeyska þjóðbúninginn, bæði i litum og útprjóni. Nú hefir Hans IMaríus Debes klæðskeri i Þórshöfn safnað gömlum prjónagerðum, sem margar hafa verið komnar að því að gleym- ast, og gefið 125 þeirra út í ofannefndri bók. 33 uppdrættir eru prentaðir með litum, en hinir í svörtu. Öll útgáfan er svo vönduð, að eigi verður á betra kosið, ágætur pappír, fyrir- taks prentun, prentað öðrum megin á blöðin og silkipappir milli lituðu blaðanna. Bókin er 50 blöð í fjögra blaða broti. Lögþing Færeyinga hefir veitt styrk til útgáfunnar, enda er hókin svo ódýr, að furðu gegnir. Það er tvímælalaust, að bók þessi getur komið að stórmikl- um notum hér á landi, þeim sem heimilisiðnað stunda. Upp- drættirnir eru margir gullfallegir, og þá má nota ekki að- eins til að prjóna eftir, heldur og að vefa og sauma krosssaum eftir. Skinfaxi vill vinna heimilisiðnaðinum þarft verk með því að benda á bókina, og vonast eftir, að bendingin verði notuð. Bókina má panta beint frá útgefanda, eða Bókaverzlun E. P. Briem í Reykjavik. En hvenær verður Heimilisiðnaðarfélag ísalnds þess um- komið, að gefa út íslenzkar heimilisiðnaðargerðir á jafnmynd- arlegan hátt og einstakur áhugamaður hefir gert i Færeyjum? Jakob Thorarensen hefir nýverið sent frá sér fimmtu ljóða- bók sina. Nefnist liún Heiðvindar. Er nafn það mjög táknandi um ljóð Jakobs. Hreinn og hressandi heiðsvali auðkennir þau öðru fremur. Ivvæðin í þessari nýju bók bera liin gömlu og góðkunnu einkenni skáldsins, karlmannlega, islenzka hugsun, skýrar, sterkar myndir, hreimmikil kjarnyrði. Hann yrkir svo, að enginn þarf að spyrja um höfund kvæðanna. Ætli nokkr- um dytti t. d. í hug að eigna öðrum kvæðið um Hildigunni, er byrjar svo:

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.