Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1933, Side 19

Skinfaxi - 01.11.1933, Side 19
SKINFAXI 99 Þessum má treysta, þeir leita oy leita í Ijósi sannleikans, og sigurinn verður hamingja og heill, sem hlotnast í krafti hans. Þeir vissu, að landsins hjarta er heitt, því hjartað er logandi bál, en hitinn sireymir um æðar allar og yljar landsins sál. Og hérna var uppspretta, lítil og Ijúf, sem laugaði beran stein, mi streymir hún yljandi’ í stóra laug, er stendur hér, björt og hrein. Þetta er manndómsins mæta verk og menningarinnar spor. Og hér stendur æskan — stolt og sterk, sem slöðugl trúir á vor. Iienni er gefið hið göfgasta og bezta, sem guð og menn eiga til. Himinn og jörð taka höndum saman, svo henni sé flest í vil. Og æska, sem starfar, glöð og góð, er gefandi sí og æ, svo loftið fyllist ódáinsangan, sem umvefur sérhvern bæ. Hcnni vígist hvert heillaverk, þvi hún á ógengin spor. Drottinn blessi’ henni daginn í dag og drýgi henni göfugt þor. Nií skulu þið syngja og synda í dag. Sjá! Hér er vatnið svo hreint. Heilladísirnar haldi hér vörð, svo hér verði engum meint.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.