Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1933, Page 24

Skinfaxi - 01.11.1933, Page 24
104 SKINFAXI Kjartan, Bolla og Guðrúnu, um Gretti og Þormóð Ivol- brúnarskáld. Nokkur kvæði grcina frá atburðum, er gerzt bafa í Noregi, og er vert að gefa þvi gætur, að þau bera merki þess, að vera einnig ort eftir íslenzkum heimildum. Aðeins eitt fornkvæði er ort um atburði, er gerast í Færeyjum sjálfum. Það er Sigmundar- kvæði, um viðureign höfðingjanna Sig- mundar Brestissonar og Þrándar í Götu. En af ýmsum rökum þyk- ir mega marka, að höfundur þess liafi verið kunnugur hinu íslenzka liandriti af Færeyingasögu. Allmörg eru ])au kvæði, sem eiga ekki rót sína að rekja til íslenzkra fræða né handrita, en fjalla um sögur, sem borizt liafa munnlega til Færeyja, um Noreg, sunnan úr löndum, eða eru er- lend þjóðkvæði í fær- eyskum búningi. Má nefna til dæmis kvæði um Karla-Magnús keisara, Tistramskvæði og fleiri. Hér á meðal ber og að telja Sjúrðarkvæðin, flokk sjálfstæðra kvæða um Sigurð Fáfnisbana og Brynhildi. Eru þau talin meðal merk- ustu færeyskra fornkvæða, eigi sízt vegna þess, að þau eru reist á munnmælum, en eigi á því, sem um þetta efni er rilað í íslenzkum bókmenntum. Þau og lögin við þau eru meðal elztu þjóðkvæða og þjóðlaga, sem til eru.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.