Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1933, Síða 25

Skinfaxi - 01.11.1933, Síða 25
SKINFAXI 105 Eigi er niikil fjölbreytni í háttum og rími færeyskra þjóðkvæða. Stafarím er ekkert, eða þá mjög ófullkom- ið. Algengast er, að í erindi séu tvær ljóðlínur með endarími, eða þá fjórar ljóðlinur og endarím í ann- ari og fjórðu línu. Venja er, að viðlag fylgi hverju kvæði. Skulu liér tekin tvö dæmi, til þess að sýna mál kvæðanna og rím, en efnismeðferð verður varla mörk- uð af svo litlum dæmum. Eru þá fyrst þrjú upphafs- erindi af Sigmundar kvæði: Ólavur kongur kristnum býður gud og mildar miskunnar tiðir. Ólavur heitir á sveina tvá: heintið Sigmund inn til vár. Áðrenn teir hövdu hálvtalað orð, tá var Sigmundur inn fyri borð. En viðlag kvæðisins er þetta: Noregis menn, dansið væl og stillir;*) stillir*) yðar allra, riddara, Noregis menn, dansum væl og stillir.*) Ilitt dæmið er úr kvæðinu um Kjartan Ólafsson: Kjartan gongur við Guðrun að tala, tað mátti eingin hoyra, segði frunni ætlan sín, hon rodnaði sum ein droyri. Leggur hann hendur um frúnnar háls, mælir við liana so blíðum: ísland skal eg á sumri hava, vel máttú mær bíða. *) Stillir = konungur.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.