Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1933, Síða 28

Skinfaxi - 01.11.1933, Síða 28
108 SKINFAXI að kunna býsna álitlegan forða danskvæða, eí' dansað var um hverja helgi eða oftar, fram að föstu. Hefir þetta knúið þjóðina til að varðveita kvæði sín og fjölga þeim fremur en fækka. Enda hafa söguljóð og dans- kvæði verið að myndast fram undir síðuslu ár. Hið nýjasta þeirra er um Gunnlaug ormstungu, eftir J ó- annes Patursson. — Frá Færeyjum er runnin endurvakning þjóðdansa á Norðurlöndum, nú seinast hér á íslandi. Ásamt dansmótum liafa „kvöldsetur“ verið skóli Færeyinga gegn um aldir og þrengingar. Þegar úti- störfum var lokið, safnaðist allt heimafólk í „royk- stovuna“ og sat þar að lieimilisiðnaði til kvöldverðar og háttatima. Eldur hrann á „grúgvu“ og hlýjaði stof- una, en ljós togaði á kolu. Konur prjónuðu vettlinga, sokka og peysur, en karlar kemhdu eða spunnu á liand- snúna rokka með gífurlegu hjóli. Þá voru söguljóðin kveðin við raust og rætt um efni þeirrn og örlög sögu- hetja. Sögur voru sagðar, þjóðsögur, er gengu manna á meðal og geymdust á vörum fólksins, öld eftir öld. Dr. Jakob Jakohsen safnaði færeyskum þjóð- sögum og gaf þær út. Er það mikið safn og merki- legt og liefir svipað málgildi í Færeyjum og þjóðsög- ur Jóns Árnasonar vor á meðal. -— Að sjálfsögðu voru lesnar postillur og sálmar sungnir, en það var allt á dönsku. Fæieyingar héldu á tímabili, að guð almátt- ugur skildi ekkert annað mál, enda var danska kirkju- mál þeirra frá siðaskiptum, og ekkert ritað á móður- málinu. Það var fyrst um 1780, að farið var að rita upp þjóðkvæði Færeyinga og gefa máli þeirra gaum, svo að orð sé á gerandi. Er það J e n s Ghristian S v a b o, sem þar kemur fyrst við sögu, en hann vann færeyskri tungu mikið verk og þarft og hlaut fátækt og vesaldóm að launum. — Færeysk kvæði voru prent- uð í fyrsta sinn 1822, nokkur Sjúrðarkvæði. Útgáfa

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.