Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1933, Page 30

Skinfaxi - 01.11.1933, Page 30
110 SKINFAXI runa og fer svo nærri íslenzkri stafsetningu, sem fær- eysk sérkenni og framburður framast leyfa. Þótti ýms- um hann seilasl of langt í þessu, enda er réttritun lians næsta erfið fyrir ómálfróðan almenning. En hún er enn í gildi, næstum óbreylt, og þjóðin hefir vanizt lienni. Verður að telja það mjög heppilegt, því að hennar vegna geta Færeyingar lesið íslenzkt fornmál fyrirhafnarlítið — þeir eiga örðugra með nútíðarmál- ið, vegna aukins orðaforða — og íslendingar geta les- ið færeysku. En svo ólikur er færeyskur framburður íslenzkum, að íslenzkur almenningur skilur ekki fær- eysku, að lieyra talaða eða sjá liana ritaða eftir fram- burði, nema með æfingu. Það er fyrst í byrjun þessarar aldar, sem hægl er að tala um, að Færeyingar riti og gefi lit bækur á móðurmáli sínu. Auðvilað eru bókmenntir þeirra hvorki fjölskrúðugar né fyrirferðarmiklar. Það er eng- inn hægðarleikur fyrir 20—30 þúsunda þjóð, að halda uppi bókmenntum, sem að kveður. Upplög hóka hljóla að vera lítil, þegar fáir eru til að kaupa, þær þar af leiðandi dýrar og útgefandinn fær htið eða ekki fyrir snúð sinn. Eigi minnkar það örðugleikaná, að livert mannsbarn i eyjunum lærir dönsku og liefir aðgang að dönskum bókmenntum. Þegar á alll er litið, má það heita fullkomið furðuefni hvað færeyskar bók- menntir eru að vöxtum og gæðum. Þvi hefir verið lýst liér á undan, live þýðingarmik- ill þáttur kvæðin eru í menningu og andlegu lífi Fær- eyinga. Þjóð með slíka menningarlega mótun hlýtur að vera ljóðgcfiu og skáldhneigð. Enda fer mikið fyr- ir Ijóðagerð í nýfæreyskum bókmenntum. Kveður svo rammt að þvi, að það má heita undantekning, ef menntamaður þar eða meiriháttar áhrifamaður cr ckki skáld. Og fullkomlega þola færeysk ljóð samanburð við ])að, sem ort er meðal annarra Norðurlandaþjóða. Af ljóðabókum einstakra höfunda, kveður mest að

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.