Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1933, Side 40

Skinfaxi - 01.11.1933, Side 40
120 SKINFAXI og öðrum líkum, að þeir séu allir fúsir lil að gera sitt, svo að sigurinn náist. Halldór Kristjánsson. Kveðjur. (Eigi hefir l)ótt ástæða til a‘ð synja höf. um rúm fyrir grein þessa, þó að í henni sé ýmislegt, sem eigi er skoðun Skinfaxa né U. M. F. yfirleitt. En hér eru rædd mál, sem æskumenn vorra tíma komast ekki hjá að hugsa, og er þá golt, 'að á þau sé varpað Ijósi frá sem flestum hliðum. — Ritstj.). í dag er sunnudagur. Eg ætla að nota hann til þess, að skrifa niður eitthvert Iirafl af þvi, sem mér hefir dotlið í hug undanfarna daga viðvíkjandi U. M. F. og viðhorfi þeirra til félagsmála nútímans. Tvær ritgerðir í nýkomnum Skinfaxa hafa gefið mér lilefni til þessara hugleiðinga. Sú fyrri nefnist U. M. F. og æskudraumar og er eftir Halklór Kristjánsson; sú síðari nefnist Hvað á að gera? eftir Sigurjón Jónsson. I. Það, sem komið hefir Halldóri Ivristjánssyni til þess- ara ritstarfa, virðast vera ræðukaflar þeir, sem hirtust i Skinfaxa síðastliðinn vetur og voru eftir mig. Eg liélt nú sannast að scgja, að þessar liugleiðingar mínar, sem voru með þeim mikla galla, að þar voru ekki dregnar viðeigandi ályktanir lit af gefnum for- sendum (reyndar var það gert af nærgætni við borg- aralega viðkvæmni) mundu ekki ergja neinn. Sú hefir þó orðið raunin á. Halld. Kristjánsson kem- ur fram á ritvöllinn og kvarlar. Ekki nóg með það, að hann kvarti fyrir sig einan, heldur kvartar hann líka fyrir hönd þess fólks, sem hann síðar i greininni nefnir

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.