Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1933, Síða 46

Skinfaxi - 01.11.1933, Síða 46
126 SKTNFAXI a‘ð grein þessi „fjallaði um hið vaxandi fylgi „komm- únisia'1. En það er nú svo, að þótt Sigurjón miði allt við „kommúnista", þegar liann talar um byltingastefnur, ])á er það ekkert einsdæmi, að byltingar liafa komið fram á vettvangi sögunnar, og það meira að segja án þess að „kommúnistar“ væru þar með í spilinu. Og sagan sýnir okkur líka annað, sem er kannske enn þá skrítnara, a. m. k. lield eg, að Sigurjón myndi liafa orðað greinina eitthvað öðruvísi, ef hann liefði tekið eflir því. Þvi er nefnilega svo varið í flestum tilfellum, að þcgar hyltingarnar eru komnar nægilega langt aftur í hið kalda ljós sögunnar, þá eru þær venjulega skoð- aðar sem söguleg nauðsyn, sem óumflýjanlegt væri að kæmi fram. Það þarf nefnilega meira en nokkra liá- vaðasama og valdagjarna menn til þess að koma af slað byltingu. Til þess þarf meðal annars sameiginlegan vilja og samciginlegt átak þess fólks, sem hlut á að máli. A. m. k. alltaf þegar um er að ræða byltingu undirstéttar gegn yfirstétt, því að þá er jafnan í bratt- ann að sækja. Því að yfirstéttin hefir í sínum höndum tæ'kin til sóknar og varnar. Og það þarf enn meira en þetla. Það þarf að undirbúa jarðveginn fyrir bylting- arnar. Og þótt undarlegt kunni kannskc að virðast, þá er þessi undirhúningur ekki á valdi þeirra, sem bylt- inguna gera. Hann er verk hinna sem byltingin beinist gegn. Ef undirstétt rís gegn yfirstétt, stafar það af engu öðru en þvi, að þeir, sem hafa með forráð samfélags- ins að sýsla, hafa misbeitt því valdi, sem þeir áttu yfir að ráða. Þeir liafa safnað yfir höfðum sér andúð liins undirokaða lýðs. Þannig er það með allar byltingar, sem sagan greinir frá, og hafa þó „kommúnistar“ verið ríðnir við fæslar þeirra. Og foringjar hvltingamanna eru að jafnáði dáðir og tignaðir sem velgerðarmenn mannlcynsins, þegar þeir

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.