Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1933, Page 47

Skinfaxi - 01.11.1933, Page 47
SKINFAXI 127 cru dauðir. Það er einn ávöxturinn af okkar ágæta borgaralega uppeldi, að við erum svo ákaflega fíknir í að hampa dauðum mönnum. Svo má líka benda á aðra staðreynd, sem sagan geymir. Reyndar er hún ekki eins f jölorð um þá hluti og þær sagnir, sem fara af sigursælum byltingum. Saml má ráða i það, að meiri lduti þess blóðs, sem út- liellt liefir verið á þessari syndum spilltu jörð, er blóð þeirra manna, einstaklinga, stétta, kynbálka og þjóða, sem í’isu gegn kúgun, ófrelsi og ánauð, en voru barðir niður af hinum, sem þóttust hafa rétt yfir þeim og töldu það óviðeigandi, að þeir væru að fetta fingur út í þau kjör, sem þeim væru búin. En um þessa hluti er sagan oft fáorð. Það þykir ekki giftusamlegt að hampa sigruðum hetjum og niðurbörðum uppreistar- mönnum. Af þessu ætli Sigurjón að geta séð, að illa gengur að ræta byltingahneigðina burt úr mannkyninu. Hún er ekkert nýtt fyrirbrigði og hún á jafnan sínar eðlilegu orsakir, sem sæmra er að reyna til að skilja en að vera að fjasa um að órannsökuðu máli. Og orsökin er altaf sú sama. Fólkið, sem telur sig rangindum beitt af hinni ráðandi stétt, verður óánægt — byltingasinnað. En hinsvegar ætli Sigurjón að geta séð, að þvi er kemur til foringja þessa fólks, að slíkt er að jafnaði lít- ill framavegur. Ef hin ráðandi öfl þjóðfélagsins ná að læsa klón- um í þessa pilta, fylgja þau vanalega eftir eins og þeim finnst bezt við eiga. Og þar sem byltingaforingjar eru að jafnaði ekki mikið lieimskari en aðrir menn, t. d. ekki heimskari en eg eða Sigurjón á Þorgeirsstöðnm, ]^á bljóta þeir að sjá, að það er ekki til þess að slá sér upp á að takast slikt á hendur. Getur því í flestum til- fellum ekki verið um annað að ræða, en að þeir trúi á þann málstað, sem þeir berjast fyrir, þegar þeir í mörg-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.