Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1933, Page 62

Skinfaxi - 01.11.1933, Page 62
142 SKINFAXI Nú er rélt að gera sér Ijóst, að ef verið væri að stofna ungmennafélagsskapinn nú i ár, nnmdi liann hafður vera án persónulegra loforða og skuldbindinga, hvort sem væri um bindindi, að vinna að lieill lands síns og sjálfs sín, eða að leggja fram krafta sína sérplægnilaust og hlýða settum lögum. Æskulýðssálarfræðin sýnir, að slík loforðataka af æskumönnum gelur verið ærið tví- eggja sverð. Og víst sýnir reynsla vor ungmennafélaga, að silt er hvað, loforð á hrifningarstund og efndir á freistingatíma. Yér höfum haldið fast við skuldbindingu vora sem gamlan helgidóm og af ótta við að gefast upp, en ekki af rökstuddri sannfæringu um siðlegt og raun- hæft gildi hennar. Það var óaðgengilegt að nema hana úr gildi, vegna þess, að mörgum þótti vænt um hana — þar var með fögrum orðum drepið á liugsjónir, sem góðum mönnum eru kærar — og af því, að segja mátti, að U. M. F. hefðu brugðizt hindindismálinu og gefizt upp á fylgi við það, er þau lögðu niður bindindisheit. Með sama rétti má að vísu segja, að þau hafi brugðizt þjóðernis- og menningarmálum, því að skuldbindingin hljóðaði alveg eins um þau. En raunar tiafa U. M. F. gerzt, með afnámi skuldindingarinnar, samræmari eðli og kröfum æskunnar og tírnans, sem er að líða. Og með því hafa þau líklega gert sig hæfari til að vinna virkt starf í þágu góðra mála, bindindismálsins þar á meðal. Þvi verður að vísu alls ekki neitað, að U. M. F. hafa brugðizt bindindismálinu. Þau liafa gefizt upp á því, að Iialda sér og sínum mönnum frá áfengisnautn. En sú uppgjöf gerðist ekki á sambandsþingi 1933, lieldur var hún orðin lijá félögum og einstaklingum áður. Samhandsþing gerði ckki annað cn að játa hreinslcilni- lega það, sem orðið var. Afnámi skuldbindindarinnar fylgir sá kostur nú um sinn, að áhugamenn um bindindismál — og þeir eru margir innan U. M. F. — verða nú að gera sér ljóst hversu ástatt er í þeim efnum. Þeir geta ekki framar

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.