Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1933, Page 72

Skinfaxi - 01.11.1933, Page 72
152 SKINFAXI mætti mikið iæra, og er vonandi að þær fari vaxandi, því að teija má þær mjðg líklegar til eflingar ungmennafélagsskapn- um. Er hér að framan sýnishorn dagskrár fyrir heimsóknar- fundi: Heimamenn segja frá ýmsum atriðum í starfseini síns félags, en heimsækjendur velja einn eða tvo úr sinum hópi lil að segja frá starfsháttum síns félags. Geta svo hvorirtveggju borið saman og séð hvað þeir geta lært hver af öðrum. Skemmtanir og skemmtif erðir hafa verið þess- ar: Ársskemmtanir sín fyrir hvora deild í janúar, og tvær skemmtanir til ágóða fyrir hókasafn félagsins, sú fyrri í maí, en hin síðari fyrir áramótin. — Þá fóru um 40 félagar á 25 ára minningarliátíð U. M. F. í., sem haldin var i Þrastaskógi 19. júní, og um 30 félagar fóru i skemmtiferð i Þjórsárdal i júlí og voru sólarhring í ferðinni. Skoðuðu Gjána og Hjálpar- foss, en voru óheppnir með veður. Vikivakanámskeið hélt félagið i marz, i tveimur flokkum (börn og fullorðnir). Hafa vikivakarnir verið talsvert iðkaðir síðan, og þó sérstaklega framan af haustinu. G a r ð y r lc j u hafði félagið í sumar og voru ræktaðar all- margar káltegundir með góðum árangri. Bókasafn félagsins hefir aukizt um hér um bil 50 bindi. Lánþegar voru um 60. Alls er safnið nú um 530 bindi, og er það ekki svo lítið þegar þess er gætt, að það er aðeins rúml. 5 ára, er í fámennu kauptúni og nýtur engis opinbers styrks. L e i k f i m i f 1 o k k a r hafa starfað, bæði i ársbyrjun og i haust. í haust hafa starfað þrír flokkar: pilta, stúlkna og barna. Þátttakendur alls um 00. Þá hefir félagið s t a r f r æ k t s a m k o m u h ú s hreppsins og hefir það verið stór liður í starfsemi félagsins á árinu, og án þess hefði félagið varla getað starfað neitt að ráði. Af þessu stutta yfiriiti má sjá, að U. M. F. Eyrarbakka hefir lifað sæmilegu lífi síðastliðið ár, þó að ekki sé það eins áhrifa- rikt og áberandi út á við og á tímabili, en voiiandi cr að ]iað nái aftur sinni fyrri frægð og áhrifum, — og ]iað verður, ef allir félagarnir vilja, því að efniviðurinn er góður, •— en það þarf bara að telgja hann svo hann fái réttan svip. Leifur Haraldsson.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.