Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1933, Side 73

Skinfaxi - 01.11.1933, Side 73
SKINFAXI 153 Bækur. Jón Þorsteinsson, Arnarvatni: Ljóðabók. Rvík 1933. — Það er lílið nýnæmi og dálítið tvísýnt gleðiefni, að vita út konina nýja ljóðabók. En þeim, sem kannast við Jón á Arnarvatni, verður varla almennilega rótt innan brjósts, eftir að þeir hafa frétt, að bókin hans er komin út, fyr en þeir hafa hana handa á milli. Menn hafa ekki komizt hjá, að taka eftir þessu litla, sem slæðzt hefir frá honum út til almennings. Og þær lausavisur lians, sem borizt hafa út*), hafa komið þeim orð- rómi á, að vafasamt væri, að aðrir kynnu betur að yrkja stökur en hann. Ljóðabók Jóns Þorsteinssonar lætur litið yfir sér, — einar 128 bls. i litlu broti. Og yrkisefnin eru gripin úr hversdags- lífi sveitabóndans: Vor og vetur, menn og dýr, fullur máni og kaffið. Ósköp algengir hlutir. En kvæðin eru engin hvers- dagsskáldskapur. Sum þeirra eru ofboðlitlar, dýrlegar lifandi myndir. Það er sjaldgæft, að sjá dregna jafn-litrika, stilhreina og lifandi mynd, í svo fáum orðum sem „Hvitur sauður, svartur sauður“, þar sem sýnt er „landið sjálft með sólskin yfir, sjó í kring", „siung rót i lækjarbakka“, „kónguló i viði- runni“, „Ijónstygg tryppi“, sumarið í alveldi. Stundum læð- ist skáldið ósköp mjúldega að lesandanum og skellir allt i einu yfir hann einhverju, sem hann á ekki von á fremur en dauða sínum, fyndni, frumlegri samlikingu eða óvæntri mynd. En gegnum allt skín góðmennska og glctlni. Jón á Arnarvatni veldur ekki vonbrigðum, þeim sem hlakk- að liafa til bókarinnar hans. Það fer varla hjá því, að hún verði vinsæl af alþýðu og þyki of lítil, en ekki of stór. Skinfaxi mun seinna minnast nánar á Jón Þorsteinsson. Land og lýður. Drög til islenzkra héraðslýsinga. Samið hefir Jón Sigurðsson, Yztafelli. Bókadeild Menningarsjóðs. Rvik 1933. — Liðugar 300 bls. i stóru broti, með mörgum myndum og uppdrætti. Verð 8.00 kr. Þessi bók bætir úr brýnni þörf, og hlýtur að verða mörg- um kærkomin. Það er lýsing af öllum byggðum landsins, — hverri sveit og liverjum kaupstað lýst sér, og loks stutt ör- æfalýsing. Allt er þetta fjörlega skrifað og skemmtilegt af- lestrar, cins og bezta saga. Mikill og mjög aðgengilegur fróð- *) Liðugar 30 lausavísur eftir J. Þ. voru prentaðar í Skin- faxa 5. h. 1931.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.