Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1933, Side 78

Skinfaxi - 01.11.1933, Side 78
158 SKINFAXl fyrir. Hún úrskurðar ágreiningsmál þau, sem skotið er til álits hennar, en áfrýja má úrskurði hennar til sámbands- þings. Plún heimtir inn tekjur sambandsins, varðveitir sjóð þess og ver honum í samræmi við fjárlög. Öll ber sambands- stjórnin sameiginlega ábyrgð á sjóðnum, en skylt er gjald- kera að setja meðstjórnendum sínum tryggingu fyrir hon- um, ef þeir krefjast þess. Reikningar sambandsins skulu gerðir vera um hver áramót, endurskoðaðir þegar og hirtir i Skinfaxa. Sambandsstjórn skal og birta þar árlega skýrslu um gerðir, hag og horfur sambandsins. Ef mál rís á hendur sambandsstjórn, skal þriggja manna nefnd dæma það. Sambandsþing kýs tvo manna þeirra, en sambandsstjórn nefnir einn. 7. gr. Hvert félag innan U. M. F. í. greiði skatt í sambandssjóð kr. 1,00 á ári af hverjum rcglulegum félagsmanni, fullra 10 ára og ehlri. En reglulegir félagsmenn teljast þeir, er heim- iliSfestu eiga á félagssvæðinu, og aðrir, er greiða félagi ár- gjöld. Skattur þessi greiðist sambandsstjórn fyrir febrúar- lok ár hvert. Skylt er liverju sambandsfélagi að semja skýrslu um störf sín og hag við hver árainót. Eintak af skýrslunni skal senda sambandsstjórn með skatti, en annað eintak send- ist blutaðeigandi héraðssambandi. Skylt er béraðssambönd- um að semja skýrslur á sama hátt. U. M. F. í. leggur til skýrslu-eyðublöð. 8. gr. U. M. F. í. gefur út timarit, er Skinfaxi nefnist. Útgáfu þess er bagað eftir reglugerð, er sambandsþing setur. Hvert sam- bandsfélag á rétt á að fá ókeypis, til útbýtingar meðal fé- lagsmanna, jafnmörg eintök og það liefir skattskylda félags- menn. 9. gr. í U. M. F. í. má vera til deild fyrir aukafélaga og styrktar- félaga. Innkvæmt í deild þá, eiga gamlir ungmennafélagar, er trvggð halda við félagsskapinn og þeir menn aðrir, er áliuga liafa á málefnum sambandsins og vilja vera tengdir því, en ástæður banna að vera starfandi félagar einbverrar deildar þess. Aukafélagar þessir greiða kr. 5,00 árlega í sam- bandssjóð eða kr. 50.00 í eitt. skipti fyrir öll. Frjálst er mönnum að greiða hærra gjald, og eru þá styrktarfélagar. Félagar samkvæmt grein jiessari eru bundnir ákvæðum 2.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.