Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1933, Page 80

Skinfaxi - 01.11.1933, Page 80
160 SKINFAXI 5. gr. Reglugerð þessi öðlast þegar giltli og eru eldri reglur um Skinfaxa þar með úr gildi numdar. Reglur fyrir Þrastaskóg. 1. gr. Þrastaskógur skal vera ævarandi eign U. M. F. í. Skal sam- bandið leitast við að vernda og hirða skóginn svo, að hann sé því og gefandanum til maklegs heiðurs. 2. gr. Ráðinn skal umsjónarmaður yfir skóginn og skal hann dvelja þar yfir sumartímann, meðan þörf er á. Hafa má hann dreng til aðstoðar. Umsjónarmaður skal sjá um vörzlu skóg- arins, hirðingu og ræktun, í samráði við sambandsstjórn, sem ræður hann og semur við hann um laun. 3. gr. Leyfa má almenningi aðgang að skóginum, gegn gjaldi því, er umsjónarmaður tiltekur i samráði við sambandsstjórn. Setja skal umsjónarmaður nauðsynlegar reglur handa skógar- gestum að fara eftir og sjá um, að gestir geti kynnzt þeim. 4. gr. Veita skal árlega upphæð til Þrastaskógar í fjárlögum U. M. F. í. Skal henni, ásamt fé þvi, cr skóginum áskotnast á annan hátt, varið til að standast kostnað, er leiðir af 2. gr., og svo til umbóta og prýði í skóginum, eftir því sem sam- bandsstjórn og umsjónarmaður ákveða. 5. gr. Umsjónarmaður Þrastaskógar skal jafnframt vera eftirlits- maður gistihússins Þrastalundar af liálfu U. M. F. í. 6. gr. Reglugerð þessi öðlast þegar gildi. Félagsprentsmiðj an.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.