Skinfaxi - 01.05.1942, Blaðsíða 2
2
SKINFAXT
Það er einmitt það, guðirnir sjá það, hvernig lilutirn-
ir eru gerðir, og ef þeir viðurkenna verkið, þá er aðal-
sigrinum náð. En á það, hvað þeir segja, er samvizka
vor furðanlega glögg. — Og gott er að vera gróðursett-
ur hér — mega vinna hér, meðan dagur er, í þágu þessa
einkennilega fagra, elskaða föðurlands vors, hvort sem
við höfum það daglega fyrir augum, eða lifum því fjar-
verandi í minningu um vorn vöggustað einhversstaðar
í bláfjallahringnum, er geymir ást og strit, mæðu og
mold vorra forfeðra, og einnig þeirra framtiðarvonir,
sem jafnt við sem komandi kynslóðir mega ekki láta
deyja — né til skammar verða.
En það er svo margt, sem misskilið hefir verið, og er
svo enn. Margt, sem álitið hefir verið böl, án þess það
hefði þurft svo að vera. Jafnvel smæð okkar sem þjóð-
sr gæli verið gefin okkur til hlessunar, ef við hefðum
skilið hendinguna. En þær eru margar bendingarnar,
sem fram hjá fara, án þess eftir þeim sé tekið.
Heiður og þökk sé þeim, sem gróðursetur. En allt er
nndir grunnstofninum lcomið — rótinni, sem þarfnast
sólskins nmfram allt, en það er lif andans — Krisls-
eðlið. Ef guðdómslíf mannverunnar er ekki grundvöll-
ur alls, þá er til engis barizt. Þótt aldir af hfi dýrsins
hrúgist á aldir ofan, þá hjálpar það eklcert, ef guðdóms-
lífið vantar. En líf dýrsins kalla ég efnislífið eitt sér. En
efnishyggjan einsömul er undirrót glæpa og striðs, og
þá einnig þeirrar eymdar, er nú þjáir heiminn. — Ef
rætur trésins fúna, deyr tréð einnig. En ræturnar eru
guðdómslíf vorrar tilveru.
I smæð sinni getur vort litla þjóðlíf hjólpað til þess
—• ekki síður en aðrar og stærri þjóðir, að hella geislum
sólar að rótum lífstrésins. Og það mun okkur einnig
ætlað að gera - með því að kafa eftir lifsfræjum lýs-
andi heima — liðinna og nýrra tíma.
Með lifandi lífi andans lítum við allt í nýju Ijósi. Líf
okkar og veröld verða hlýrri og fegri. Sá, sem vanrækir