Skinfaxi - 01.05.1942, Page 32
32
SKINFAXI
Hann tekur sér stöðu við rána, með vinstri hlið að, og í
þeirri fjarlægð, að þegar hann styður höndum á mjaðmir, nem-
ur olnbógi hans við rána. Eftir að hafa tekið þessa stöðu, læt-
ur hann armana falla niður með hliðunum. Án þess að riðla
stöðu líkamans, snýr hann vinstri fæti sínum dálitið til vinstri
og með því að snúa líkamanuin í liálfhring á tábergj vinstri
fótar, lyftir hann hægri fæti yfir rána og setur hægri fót-
inn niður á dýnuna eða í gryfjuna, þannig, að tær hans snúa
þveröfugt við upphaflega stöðu. Nú glennti — klofaði — hann
yfir rána. Til jiess að ljúka stökkhreyfingunni, beygir hann
bolinn fram og yfir rána og teygir liægri hönd út og aftur.
Það var eigi hægt að fá teikningár af grúfustökki, svo að
þessi mynd, af negranum Alliritton, sem stökk jafnhátt sigur-
vegara síðustu Olympíuleika (2.03 m.) með grúfustökki, verð-
ur að nægja.