Skinfaxi - 01.05.1942, Blaðsíða 16
16
SKINFAXI
á skóla fyrir í skóla. Þá má geta þess, að þegar lagt er upp
í ferö er fariS af staö, en komiS á staS aS ferSinni lokinni.
Þá er skrítinn þankagangur þeirra manna, sem eru ofan í
öllu. AvitksorSiS ofan táknar hreyfingu — aS oían, sama
sem niSur, og getur aldrei táknaS kyrrstöSu; þar skal nota
atviksorSiS niSri.
í stórri, íslenzkri skáldsögu, Sólon íslandus, er iSulega
ruglaS saman atviksorSum þeim, sem tákna kyrrstöSu, og
hinum, sem tákna hreyfingu. Einn ritdómari lét þó svo
mælt, aS máliS á bókinni væri eins og höfundurinn hefSi
legiS yfir sérhverri setningu.
Röng málsmeSferS í öllum þessum atriðum er ávöxtur
óskýrrar, heimskrar eSa brjálaSrar hugsunar.
Einnig er hiSuleysi um notkun samtenginga vítavert.
Samtengingarnar: svo aS, þó aS, því aS og af því aS, verSa
oft í tali aS: svo, þó, því og af því.
í nýþýddri skáldsögu einni, Vopnirí kvödd, ber mikiS á
þessu, og einríig því, aS forsetningum og atviksorSum sé
slengt saman. Nokkur afsökun mun þaS eiga aS teljast, aS
veriS sé aS stæla stíl höfundarins, enda er þetta ávallt i
beinni ræSu.
En ekki er þaS nóg afsökun, og lýtir þetta þýSinguna,
sem annars er til fyrirmyndar. Má t. d. geta þess, aS þar eru
öll erlend nafnorS færS til íslenzkrar beygingar. Væri æski-
legt aS þeirri reglu væri jaínan fylgt i þýSingum.
Vér sjáum nú, aS málfræSin er ekkert andlaust puS, held-
ur snar, lifandi þáttur í ræktun móSurmálsins og hugsunar-
innar.
Hún er og miklu nauSsynlegri og fremur aSkallandi en
stafsetningarkennslan, þótt þær aS vísu stySji mjög lrvor
aSra.
Vér kennarar höfum einatt hlotiS ámæli fyrir aS leggja
litla rækt viS móSurmáliS.
Slíkar ádeilur eru oftast mjög óréttmætar, enda tíSum
frá þeim komnar, sem ekkert hafa kynnzt starfi voru.
ÞaS er svo aS sjá, sem margir haldi, aS líkt sé aS kenna
nemanda íslenzku og aS leiSrétta próförk. AS þaS, sem
honum hefur veriS sagt, eSa leiSrétt hjá honum, standi
óafmáanlega fast í vitund hans. Hitt er sönnu nær, aS sér-
hvert atriSi þarf aS þaulæfa, og aS þaS, sem vér byggjum
upp, rífur umhverfiS jafnóSum niSur.
Á heimilum barnanna, í tali fólksins úir af öllum þeim
villum, er ég nefndi áSan, og þar grúir líka af flámælum,