Skinfaxi - 01.05.1942, Blaðsíða 42
42
SKINFAXI
félag, eins og hver einstaklingur, aS vera sinn „læknir, lög-
fræSingur, prestur“ o. s. frv. En allt hið sama gildir um sam-
vinnu hinna einstöku, dreifðu félaga út á við. Þeim er hollast
og bezt að sameina þar kraftana, en dreifa þeim ekki. Ung-
mennasamband Islands er hinn sjálfsa'gði tengiliður allra
Umf. landsins hvers við annað. Það lætur öll mál þeirra til
sín taka —■ sameinar öll átök þeirra, þar sem við á, í eitt
átak til heilla landi og þjóð. Hitt er ekki til annars en sundr-
ungar kraftanna, ef Umf. væru með íþróttamál sin í íþrótta-
sambandi, skógræktarmálin í skógræktarsambandi, bind-
indismálin í bindindissambandi og þjóðræknismálin í þjóð-
ræknissambandi. U. M. F. í. er hið eðlilega og sjálfsagða
íþróttasamband ungmennafélaganna, eins og það er samband
þeirra um önnur mál. Með þvi verður Umf. einnig ljósast
það, sem ég vildi undirstrika með upphafi þessa erindis:
Að iþróttirnar hafa ekki takmark í sjálfu sér, heldur eru þær
tæki til að gera menn þroskaðri og stafhæfari þegna ríkis
vors. Hitt er önnur hlið málsins, að sálfsagt er að hafa vin-
samlega samvinnu við aðra, er vinna að sömu málum af
einlægni.
K ú I u v a r p.
Þjóðverjinn Wölke
vann kúluvarpið á síð-
ustu Olyinpíuleikum
(10.20 m.). Veðrið var
gott, er keppnin fór
fram, en samt kastaði
Wölke öllum sinum
köstum i æfingafötum
sinum, nema einu; þá
fór hann úr treyjunni.
Berðu þetta saman við
stripl íslenzkra íþrótta-
manna. Það, að vera
lieitt, ge,rir voðvana
starfhæfasta. Þ. E.