Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1942, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.05.1942, Blaðsíða 11
SKINFAXI 11 Hún leitar, hin unga, eilífa þrá, út, eitthvað langt, yfir höfin blá. Og heit og titrandi hjörtu slá í hrifningu óskadrauma. En dagarnir berast burt sem strá á bylgjum hverfandi strauma. Það ólgar og svellur, hið unga blóð, en ylinn leggur af hjartans glóð. Og æskan syngur sín ástaljóð 1 ilmandi sumarblænum. — Og svo kemur nóttin, hlý og hljóð. — Og hver vill þá una í bænum? Og blærinn andar svo blítt og rótt. Allt blundar og hvílist og safnar þrótt. Og döggin glitrar og drýpur hljótt, er dreymandi byggðin sefur. — Hvert blóm og hvert strá hin bjarta nótt að barmi sér þögul vefur. — Ó, líð þú, sumar, um loftin blá og lát þína dýrð hvert auga sjá og fel þú við brjóst þér hvert blaktandi strá, hvert barn, sem þér krýpur við fætur. Og blessa þú æskunnar ungu þrá, sem elskar, fagnar og grætur. Valdimar V. Snævarr: Fjögur smákvæði. Fylkjum liði! Tengjum fastar félagsböndin. Fylkjum liði, góðir menn! Styðji fegin hendi höndin. Hálfum sigri er náð ei enn: Eiturbrunnar opnir standa. ítrum drengjum hverfist sýn. Því skal, bróðir, hefjast handa; hlutverk göfugt bíður þín.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.