Skinfaxi - 01.05.1942, Blaðsíða 44
44
SKINFAXI
gengiö vel, þrátt fyrir fólksfæS og annir. Hefir samt sterk
alda félagslegs samstarfs treyst félagsböndin. Margir fundir
voru haldnir, kvöldvaka, íþróttanámskeiS, er endaSi meS
sýningu, og sýndu yfir 30 piltar og stúlkur; fjöldi uýrra
félaga, fjölskrúSugt félagsblaS. Allt bendir þetta á gott
og giftusamt starf á komandi ári. Enda virSist sá skilningur
vera aS útbreiSast, aS Umf. séu hollur og heilsusamlegur
skóli æskulýS landsins. Sá skilningur, aS þroskandi sjálfs-
nám í skipulögSum félagsskap geri fólk færara en ella aS
skapa sér skoSanir um menn og málefni. Umf. eiga aS vera
uppeldisstofnun íyrir starfandi, áhugasama æsku — æsku,
sem ann landi og þjóS og þá fyrst og fremst móSur jörS,
hinni frjóu íslenzku mold.
Áfengi og tóbak er burtrekiS úr okkar félagi, og þökkum
viS þaS mest vaxandi félagslífi og auknu starfi, og þá fyrst
og fremst iþróttastarfseminni. Ungir piltar eru fljótir aS
finna aS þaS á ekki saman, hreysti og fegurS annars vegar,
tóbak og áfengi hins vegar.
FramtíSarstarfsemi okkar er aS ljúka viS sundlaugina,
stækka og prýSa trjágarSinn, en megináherzlan verSur aS
leggjast á íþróttavöll. AS visu er þetta mikiS verk og dýrt,
en viS höfum fyrr horfzt i augu viS stórt starf, en litla fjár-
muni, og meS sameiginlegum átökum, sterkum félagsanda
og fórnfúsri lund munum viS líka vinna íþróttavöllinn og
önnur þau störf, er bíSa okkar í næstu framtíS.
En umfram allt megum viS aldrei gleyma því, og eng-
inn Umf./aS mannræktin, þroskun einstaklingsins, er og
verSur höfuS-viSfangsefni hvers ungmennafélags.
Hermann Guðmundsson.
Ávarp Einars Jónssonar
myndhöggvara, sem prentaS er fremst í þessu hefti, var
ætlaS til flutnings í útvarpi. HöfSu veriS mynduS samtök
meS U.M.F.f., Stúdentafélagi Reykjavíkur, Félagi íslenzkra
rithöfunda, Sambandi íslenzkra barnakennara og framhalds-
skólakennurum fyrir milligöngu fræSslumálaskrifstofunnar,
um þaS, aS hrinda af staS þjóSræknisvakningu í skólum
landsins og meSal æskulýSs almennt. HafSi fræSslumála-
stjóri góSfúslega fallizt á, aS tíma væri variS í þessu skyni
í skólum landsins. í framkvæmdanefnd starfseminnar voru
formenn félaga stúdenta, rithöfunda og barnakennara. Pálmi
Hannesson rektor og Björn GuSfinnsson málfræSingur vegna
framhaldsskólanna, Helgi Elíasson fulltrúi fræSslumálastjóra