Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1942, Síða 27

Skinfaxi - 01.05.1942, Síða 27
SKINFAXI 27 Því, sem gerzt hefir í uppstökkinu, mætti skipta í 3 flokka, eftir þeirri röS, sem hreyfingarnar gerast: 1. Uppsveifla sveiflufótar. 2. Uppteygja (sveifla) axla og handleggja. 3. Kröftug og snögg viðspyrna (rétling) stökkfótar. Það, sem hér hefir sagt verið, er upphaf og undirstaða allra hástökksaðferða. Þér er þvi nauðsynlegl að þaulæfa atrennuna, finna hvar þú átt að byrja að lengja skrefin og æfa uppstökkið, svo að það verði traust og kröftugt. Hér á eftir mun ég leitast við að lýsa helztu hástökksað- ferðum nútímans. STÖKKAÐFERÐIR: Persónulegir (líkamlegir og andlegir) eiginleikar stökk- manns leiða i ljós haganlegustu aðferðina. Hún á ekki að vera ákveðin af éinhverjum öðrum né hermd eftir aðferð ein- hvers góðs stökkmanns i öllum atriðum. Hver stökkmaður hefir sína séreiginleika, til þess að framkvæma á eðlilegan hátt hreyfingaröðina í stökkinu. Aífingin ein sýnir hina liag- kvæmustu lausn þeirra. Iíennari, eða félagi, sem æfir með þér, getur sagt til og ráðlagt ýmislegt viðvíkjandi skekkj- um, I. d. í uppstökki, of fljótum vindum eða fótlyftingum. Ungur maður, sem stekkur 1.(50 m., býr yfir einhverjum góð- um eiginleikum. Á þeim eiginleikum verður að byggja upp stíl hans og efla stökkgetuna. Sniðstökk.*) Það er hafl eftir Boyd Comstock, sem er þekktur, amerísk- ur þjálfari og þjálfaði t. <1. ítalina undir seinustu Olympíu- ieika, að stökkva skuli þánnig: „Með þessu stökklagi hleyp- ur þú að ránni, stekkur b e i n t upp og s v o snýrðu þér.“ Hann mælti af reynslu, því að hann hafði séð alltof marga stökkmenn snúa sér of fljótt í uppstökkinu. Þú hleypur i atrennunni beint að, eða sem algengara er í þessu stökklagi, á ská i 45° stefnu á rána. Eftir ])ví sem at- rennan er skásneiddari, verður flugið yfir rána lengra. Ská- sneiddari atrennu en 45° er þvi ekki heppilegt að nota. Á- stæðan til þess, að hlaupið er á ská er sú, að þá er hægt að stökkva upp nær ránni. Ef þú stekkur upp af vinstri fæti, *) Samanber sniðglímu með hægri fæti á lofti. Þá er shúningur fótleggjar (hællinn upp) hiiln sami og snúningur sveiflufótar. Skástökk er rangnefni, þvi að í öðrum aðferð- um er einnig stokkið á ská. — Að saxa hefir verið leitt orð um fótaskiptinguna. í stað þess mætli nota orðið að s n í ð a.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.