Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1942, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.05.1942, Blaðsíða 15
SKINFAXI 15 rétt á sér, ef þær eru vel til þess fallnar, aS æfa rökrétta hugsun nemendanna. En vel fallnar til slíks eru þær ekki, nema þær séu nemöndum vel skiljanlegar. En í rækt tal- málsins eru óþrjótandi verkefni til aö æfa skýra hugsun, og aS jafnaöi betur til þess fallin en stafsetningarreglurnar, enda er slíkt eSlilegt, þar sem talmálið er í nánari tengslum við hina daglegu hugsun en ritmáliS. Tvær eru þær skólanámsgreinar, sem einkum þjóna hinu talaSa orSi, og eru þaS raddlestur og málfræSi. MeS radd- lestri má æfa framburS orSa og kenna merkingu þeirra. Þá skal hann og þjálfa röddina og æfa nemandann í því, aS beita réttum áherzlum, en ef til vill er ekki til neitt skýrara einkenni skarprar hugsunar, en glöggar og góSar áherzlur. ÞaS er aS minnsta kosti augljóst, aS sá, sem les eSa talar áherzlulaust og slengir saman setningum og málsgreinum, án þess aS nema nokkru sinni staSar, muni ekki hugsa jafn- skýrt og hinn, sem fer gagnstætt aS. MálfræSin á aS kenna merkingu, beygingu og notkun orS- anna. Hún á aS sýna, hvernig hver hugsun leitar síns á- kveSna forms. Fjöldi manna, eldri sem yngri, notar meira og minna irangar beygingar nafnorSa, — þgf. fyrir þolf. og öfugt. Þá er ekki síSur algengt áS nota rangt forsetningar, sam- tengingar og atviksorS. Sumurn finnst þetta ekki saka. Þetta geri máliS einfald- ara. Heyrt hefi eg menn jafnvel halda því fram, aS æskilegt væri, aS þolíall og þágufall rynnu saman í eitt fall, er komi í staS þeirra beggja. Vér skulum nú athuga þetta nánar. Flvert orS og hver orSmynd felur í sér ákveSna hugsun, sem ekkert annaS orS eSa orSmynd túlkar jafnvel. ÞaS er vafamál, aS nokkur tvö orS þýSi nákvæmlega þaS sama, aS þau geti æfinlega komiS hvort í annars staS, svo aS jafnvel fari. Því fer víSs fjarri, aS þf. og þgf. geti komiS hvort í ann- ars staS, þar eS þau túlka alls ekki sömu hugsun. Þetta vil eg nú skýra meS auSveldum dæmum: Margir tala um aS festa einhverju einhversstaSar. T. d. festa bandi. — Nú stýrir sögnin aS festa alls ekki þgf., nema þf. fylgi meS. MaSur getur fest sér konu eSa jörS, en hæpiS er aS tala um aS festa bandinu staurinn, sem þaS er bundiS viS. Rétt er því aS festa eitthvaS einhversstaSar. Þá er þaS og skiljanlegt, aS rangt er aS tala um aS vera.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.