Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1942, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.05.1942, Blaðsíða 6
6 SKINFAXl í S L A N D Frh. af 3. síðu. Mitt lán er tengt við lífskjör þín, þú landið mitt og þjóðin mín. Hvert verk mitt er og unnið þér, hvert orð mitt snertir þig. Því vegsemd þín minn vegur er og vansi minn er þinn. Hvert verk, hvert orð því vanda ber. — Eg vel mína ábyrgð finn. — Loks hinzta beðinn býr þú mér og breiðir ofan á mig. Það afl, er tengir sál við sál og sigrar lífsins vandamál, sé leiðsögn þín, ó, þjóðin mín, á þrauta- og gleðistund. Við höfund ljóss og lávarð skal þitt líf um aldir tengt. Svo gert sé hvert þitt vanda-val, að verði aldrei rengt þitt göfga takmark, glögga sýn og glæsta höfðingslund. Þinn orðstír fljúgi um fjarlæg lönd og farsæld búi um dal og strönd. Sú visni hönd, sem hyggst í bönd að hneppa frelsi þitt. Þú verður, þjóð mín, voldug þjóð að vizku, tækni, list, en jafnframt móðir mild og góð, er mettar hinn smæsta fyrst, er norræn önd við íshafsrönd loks eygir hlutverk sitt. Þá mega ei börn þín bregðast þér, né blunda á verði, hlífa sér, því áform hæst, það aðeins næst, ef enginn skerst úr leik. Ef saman standa í sókn og vörn og sverja Guði lands trúnaðareiða íslands börn við altari kærleikans, þá rís hún stór og sterk og glæst hin stolta þjóðareik.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.