Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1942, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.05.1942, Blaðsíða 17
SKINFAXI 17 linmælum, latmælum og allskyns röngum framhur'Si. Það er móöurmál barnanna. Máliö, sem þau læra í skólunum, er þeim framandi tunga. ÞaS, sem helzt mætti finna skólunum til foráttu i þessu efni, er þaö, að móöurmálskennslan sé of skiþulagslaus og ómarkviss. En þá er þess aö gæta, aö öll skilyröi til bóta eru hin verstu. Engin málfræSikennslubók er til, sem miöuö er viö þaö fyrst og fremst, aö kenna nemöndum aö tala rétt. Úr því þyrfti aö bæta hiö bráðasta. En skólarnir leysa aldrei einir þau verkefni, sem hér eru óleyst. Vér þyrftum helzt móðurmálskennara á sérhverju heimili, kennara, sem leiörétti tal manna og fræddi um lög- mál tungunnar. Þetta hlutverk eiga ungmennafélögin að taka aö sér. Meö myndun námshópa og markvissri fræöslu á félags- fundum mætti koma lifandi móðurmálsrækt inn á flest heimili á landinu. Minnumst þess, aö ef vér viljum veröa hlutgengir á alþjóöamælikvaröa, megum vér ekki ata auri vor helgustu verðmæti og apa þaö, sem annarra er. Vér megum gjarna auög'a tungu vora nýjum orðum, og sakar ekki, þótt einhver þeirra séu af erlendum uppruna. En lögmál tungunnar megum vér ekki brjóta. Einar Kristjánsson, Hermundarfelli: Minni íslands. (Flutt á héraösmóti U. N. Þ. í Ásbyrgi 22. júní 1941). „Islendingafi viljum vér allir vera.“ Þaö var fyrir liölega hundrað árum, aö fjórir íslending- ar sendu þenna boðska]) út á meðal íslenzku þjóðarinnar. Yfir honum var hressandi vorblær áhuga og bjartsýni, sem á þeim tíma var alveg óvenjuleg'. Vonleysi og minnimátt- arkennd hafði hertekið þessa litlu, fátæku þjóö. Þjóöernis- tilfinning hennar var kúguö og lítilsvirt af erlendu valdi og lömuð eftir „áþján, nauöir, svartadauða." Hversu dapurlegt var ekki hlutskipti Islendingsins á þeim dögum og barátta hans viö náttúruöflin tvísýn og

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.