Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1942, Blaðsíða 43

Skinfaxi - 01.05.1942, Blaðsíða 43
SKINFAXI 43 Frá félögum. Umf. Skeiðamanna var stofnað af 16 félagsmönnum 1908 ■og hefur starfað óslitið síðan. Nú telur félagiS 99 félaga, þar af sumt heiSursfélaga, sem búsettir eru innan og utan hreppsins. FélagiS hefur átt aS mæta vaxandi skilningi samtíSar sinnar og sveitunga, enda ýmist haft forystu eSa staSiS aS helztu framkvæmdum sveitarinnar fyrr og síSar. Á sex árum hefur félagatalan meira en tvöfaldazt, skuldlaus eign nærri fjórfaldazt -—• er nú 10 þúsundir. — Þó gefa þessar tölur hvergi nærri rétta hugmynd af félagsskapnum. Á síSasta ári voru fundir meS færra móti, en vel sóttir. Þeir hefjast og enda meS söng; umræSurefni eru margs- konar. FélagiS gefur út handskrifaS blaS; er þaS jafnan lesiS á fundum íélagsins. 3—5 menn skrifa í þaS fyrir hvern fund, en ritstjóri, kosinn á aSalf. ár hvert, sér um þaS. Þá eru 3 menn kosnir i dagskrárnefnd fyrir hvern fund og koma þeir meS mál til umræSu eSa lesa upp ljóS og sögur. Skemmtanir hafa tekiS miklum stakkaskiptum. ViS leggj- um megin-áherzluna á aS skemmtikraftarnir komi frá fé- lögunum sjálfum. og hefur okkur orSiS mikiS ágengt á því sviSi. ViS héldum 4 opinberar skemmtanir og 4 innan- félagsskemmtanir. SkemmtiatriSi voru þessi: Upplestur, söngur, leikfimi, glímúr, hlaup, stökk, sjónleikur, dans. íþróttastarfsemi félagsins hefur veriS svipuS og undan- fariS. íþróttanámskeiS 1. janúar til 15. febrúar. Kennari Jón Bjarnason ; æfingatími þrisvar í viku, 4 stundir á dag. Þátttakendur 14 piltar og 16 stúlkur. Iþróttaæfingar í nóv- ember og desember tvisvar í viku, 2 stundir á dag. Þátt- takendur 12. í maí og júní æfSar frjálsar íþróttir einu sinni í viku. FélagiS hefir aSgang aS góSu leikfimishúsi meS tveimur hestum, stökkdýnu, kistu og spennigrindum, æf- ingarvelli fyrir utan húsiS og sundlaug, sem ekki er þó full- gerS. FélagiS heldur árlega íþróttamót og keppir i frjáls- um íþróttum. ÞaS á tvo mjög fagra silfuskildi, sem keppt er um árlega í glírnu og skautakapphlaupi. Þá eru áletraSir silfurpeningar veittir í verSlaunaskyni. FélagiS sendi 8 keppendur á Héraðsmót SkarphéSins. UnniS var í trjágarði félagsins viS skólahúsiS 8 dv. UnniS viS sundlaugina 30 dagsverk. UnniS viS matjurtagarS fé- lagsins 40 dagsverk ; uppskera tíföld. Þetta er þaS helzta, sem gerSist á síSastliSnu starfsári. I ár hefir félagslifiS

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.