Skinfaxi - 01.05.1942, Síða 12
12
SKINFAXI
Hvað fær bjargað? Eining anda,
efling þróttar, fræðsla dýr,
göfgun viljans, huga, handa,
hugsjón einbeitt, djörf og skýr.
Sú er lækning landsins meina
— landsins dýrsta gæfuvon —
að það fóstri æsku hreina:
ítra meyju, göfgan son.
Velkominn í hóp vorn!
Lindir ljósar mynda
læki’, er fylla gil;
/: og úr stríðum elfum
úthöf verða til. :/
Sáralítil sandkorn,
séu þau nógu mörg,
/: mynda háa hnjúka,
hengiflug og björg. :/
Ei fær ungur drengur
aleinn klettinn bært,
/: þó að þúsund sveinum
það sé mjög vel fært. :/
Samtök sveina’ og meyja
sigra marga þraut.
/: Velkominn því, vinur,
vertu á sigurbraut! :/
(Sænsk fyrirmynd.)
íslenzk mynd.
Svipþung haustský. Svalur andi
svífur yfir hljóðu landi.
Fuglar vorsins flognir burtu
fagran bláveg suð’rí lönd.
Blaðsneydd hnípir björkin væna.
Brugðið litnum fagurgræna.
Hvítfext aldan, kylju barin,
knýr af afli freðna strönd.
Lokið réttum. Lömbin tekin,
léttfætt heim í garðinn rekin.