Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1942, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.05.1942, Blaðsíða 9
SKINFAXI 9 komi saga íslands líti'ö viö, að hún snerti oss ekki; en það er skilningsskortur einn og misskilningur, því að það liggur í augum uppi, gefi menn því atriði dálítinn gaum, að menn læra eigi að þekkja sjálfa sig til íulls, nema þeir kunni einhver skil á þeirri þjóðarheild, sem þeir eru liluti af, uppruna hennar og einkennum. Þjóðernislega og ætternis- lega standa rætur vorar djúpt í íslenzkum jarðvegi, einnig þeirra, sem fæddir eru af íslenzkum foreldrum í landi hér. Og öll eigum vér, sem íslenzkt blóð rennur í æðum, þegn- rétt í hinu íslenzka ríki andans. Óhögguð standa orð skálds- ins: Eitt er landið, ein vor þjóð, auðnan sama beggja; eina tungu, anda, blóð, aldir spunnu tveggja: saga þín er saga vor, sómi þinn vor æra; tár þín líka tárin vor, tignarlandið kæra. En því fer fjarri, að hann hafi orðið til þess einn skálda vorra, að túlka hið nátengda samband vort við ættjörð vora og þjóð. Enginn hefir í ljóði lýst því sambandi með gleggri skilningi heldur en Steplian G. Stephansson, enda dvaldi hann nærri öll fullorðinsár sín hér vestan hafs, en fjarvistin frá heimahögum gerir menn glöggskyggnari á síík tengsl sálar sinnar við sitt ætternislega umhverfi. En þannig féllu Stephani orð um Island: Þín fornöld og sögur mér búa í barm og bergmál frá dölum og hörgum, þín forlög og vonspár um frægðir og harm mér fylgt hafa á draumþingum mörgum. Þinn svipurinn ljúfi, þitt líf og þitt mál, í lögum þeim hljóma, er kveður vor sál. Ætternislega og þjóðernislega erum vér því tengd ætt- landi voru órjúfanlegum böndum. Og vér höfðum þaðan hlot- ið þá menningararfleifð, sem eigi verður auðveldlega metin, hvort sem litið er á vorn bókmenntalega arf eða hugsjónaarf vorn. En þessi menningararfur vor hefir eigi verið fenginn oss í hendur til þess að grafa hann í jörð, eða liggja á hon- um sem ormur á gulli, eins og fornar sögur segja frá. Það

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.