Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1942, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.05.1942, Blaðsíða 26
2(3 SKINFAXI og reynsla æfinganna leiða í ljós, livað hverjum hentar bezt í því efni, og hvar hver einstaklingur byrjar að lengja skref- ir. (3—5 seinustu) á undan uppstökkinu. Fremsta myndin sýnir þær þrjár hreyfingar, sem í eftirfar- andi röð efla stökldyftuna: 1) Uppsveifla sveiflufótarins. 2) Uppsveifla handleggjanna, ásamt lyftu axla og mjaðma, fyrir tilverknað hryggvöðvanna. Við þessa lyftu minnkar þunginn á stökkfætinum. 3) Kröftug fráspyrna stökkfótar. — Þá er uppstökk. Viðnám hælsins öruggt. — Loks skakkt upp- stökk. Viðnám hælsins ekkert (rennur). Braut þungamiðj- unnar lág. Uppstökkið hefst á liví, að hæll stökkfótarins nemur við jörðu — stappar niður. Af hælnum færist líkamsþung- inn yfir á táberg og lær af atrennuhraðanum. Bolurinn var nokkuð aftan við stökkfótinn, er hællinn nam við jörðu, og hné stökkfótar bogið. Líkami stökkmannsins er, i þeirri and- rá, er þungamiðjan er lóðrétt yfir stökkfætinum, nokkuð lík- ur stálfjöður er hefir stuðningsendann á jörðti — og í þcirri svipan hefst „stökkskrefið".. Lausa fætinum — sveiflufætin- um, — er sveiflað með hálfbognu hné upp í brjósthæð, eða vel það. Hreyfing hans, ásamt axla- og handléggja teygju- sveiflunum, auka lyftinguna í stökkinu og minnka líkams- þungann á stökkfætinum, sem nú réttist og skilur við jörð- ina með fráspyrnu af tánum. Stökkmaðurinn lýftist upp — spyrnir sér upp. Stökkfóturinn „hangir“ augnablik, en lyftist síðan boginn — afslappaður — á eftir i eðlilegri slcrefhreyf- ingu, og þegar hné hans liefir náð upp á móts við rána, hefjast fóta-, bak- og mjaðmahreyfingar á þann hátt, sem liver kýs sér, eða æfingin leiðir í ljós, að honum er eðlilegastur. Áríð- andi er að trufla ekki jafnvægi líkamans, meðan á lyfting- unni stendur, með spörkum eða bolvindum.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.