Skinfaxi - 01.05.1942, Qupperneq 20
SKINFAXI
20
niikla rækt við bókmenntir og- sög’u þjóðariiinar aö fornu
og nýju, aö hann getur sagt meö Stejrh. G. Stephanssyni:
„Þín fornöld og sögur mér búa í barm,
sem bergmál írá dölum og hörgum.
Þín forlög og vonspár um frægðir og harm
mér fylgt hafa að draumþingum mörgum.
Og íslenzk tunga verður honum helgidómur, sem hann
kappkostar að varðveita hreinan og flekklausan af útlend-
um sora.
En dyggðir hins sanna Islendings eiga örðugt uppdrátt-
ar, ekki síður en aðrar dyggðir á þessum tímum. Á honum
skella stríðir straumar erlendrar menningar, — og þó öllu
fremur erlendrar ómenningar.
Það var örðugt að vera íslendingur á dögum Fjölnis-
manna. Það er einnig örðugt að vera það nú, eftir rneira
en hundrað ár.
Hafís, eldgos. harðindi eða drepsóttir hafa ekki þjáð
þjóðina til muna um langt skeið En á hafinu umhverfis
landið sveimar nú sá fjandi, sem er „öllum hafís yerri“. —
Og í loftinu uppi yfir því svífur tæknin í þjónustu frum-
stæðustu villimennsku, og gæti hæglega unnið þjóðinni
meira tjón en ægilegustu eldgos og harðindi hafa nokkru
sinni gert.
Og á sjálfu landinu eru nú framin spellvirki af erlendu
ofbeldi, sem kynni að vinna þjóðerni voru og tungu svip-
að tjón og áþján og drepsóttir fyrri alda.
Hrammar hins erlenda ofbeklis eru enn reiddir að úr öll-
um áttum og vilja leggja fjötra á það frelsi, sem vér höf-
um öðlazt í landi voru, og ræna því frá okkur.
Framtíðin er falin skuggum tortryggilegrar óvissu, og
þess vegna er þjóðarhjartað dapurt og berst í kviða um
þessar mundir.
En bjartsýni og trú á framtíðina er ein af dyggðum hins
sanna íslendings. Þess vegna viljum vér trúa því, að ham-
ingjan láti rætast úr þessu böli eins og öðru þvi, er yfi'
land vort hefur dunið.
Þó að erlendir vargar taki af oss ráðin yfir landi voru,
þurfum vér þó ekki að láta þá taka frá oss tign þess
né fegurð, eða ættjarðarástina, sem vér helgum því.
Og þó að þeir tækju oss með valdi og flyttu oss í fjar-
lægt land til Jjess að eyðileggja þjóðerni vort, þá þyrftum