Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.05.1942, Qupperneq 38

Skinfaxi - 01.05.1942, Qupperneq 38
38 SKINFAXI átt furmkvæSi að g-erð ýmissa annarra sundlauga og lagt til fé og vinnu aS gerö þeirra, meö hreppsfélögum eða skólum, sem eiga þær. Sundlaugar Umf. eru mjög mis- jafnar að gerö og gæðum, svo sem ætla má, enda eru þær gerðar á ýmsum tímum í ævi íélaganna og við ýmislega aðstöðu. Flestar þeirra eru þó úr steinsteypu, með bún- ingsskýlum, en ræstiböð o. fl., sem nú eru gerðar kröfur um, vantar yfirleitt við eldri laugarnar. Sumar laugarnar •eru mikil og myndarleg mannvirki, t. d. Sælingsdalslaug, sem Ungmennasamband Dalamanna kom upp 1929—'32, og gengu næst Sundhöll Reykjavíkur. Laugin er stór og yfirbyggð, með ræstiböðum og búningsklefum, og við hana er heimavist fyrir nemendur á sundnámskeiðum, allt jarðhitað. Byggingin kostaði um 50.000 kr., og má geta nærri, að þar hafa verið færðar miklar fórnir í vinnu og fé, þegar þess er gætt, að í sambandinu, sem byggði hana, voru þá ein fjögur Umf. með samtals ekki yfir 125 félags- menn. — Umf. í Reykjahverfi i Suður-Þingeyjarsýslu, en þar eru aðeins 15 bæir, hefir komið upp yfirbyggðri sund- laug með búningsklefum, ræstibaði og gufubaðstofu. Svbna mætti telja áfram, en hér „þýðir ekki að þylja nöfnin tóm.“ Þó skal þvi við bætt, að Umf. Laugnesinga og Þistilfirð- inga eru nú að koma upp sundlaug í Þórshöfn, í samvinnu við þrjá næstu hreppa. Verður hún hituð upp með kæli- vatni og reyk frá hreyflinum, sem rekur frystivélar þorps- ins. Slíkur hiti verður notaður næstu árin í nokkrar sund- laugar í jarðhitalausum héröðum landsins. Verður bætt með því úr brýnni þörf. Meirihluti þeirra íiðugra 100 félaga, sem nú eru í U.M. F.Í., hafa komið sér upp fundahúsum, ýmis't ein sér eða í samvinnu við hreppa og önnur félög. Mörg þessi félög nota fundasalina jafnframt til iþróttaæfinga, þó að þeir séu misjafnlega til þess fallnir. Sumir salirnir eru mjög sæmileg fimleikahús og búnir nokkrum nauðsynlegustu tækjum, við nokkra þeirra eru böð, og gufuljaðstofur á einstöku stað. Viðast í sveitum eru þó félagshúsin mjög ófullkomin íþróttahús. En áhugi á að bæta hér úr skák er mikill og vaxandi, en geta takmörkuð, sem von er. Æsk- an hefir sjaldan úr miklu fé að moða. Undanfarin ár hafa Umf. víða um land rutt sér eða sléttað íþróttavelli fyrir æfingar og mót og lagt i það mikla sjálf- boðavinnu. Virðist áhugi á að koma upp sæmilega full- komnum íþróttavöllum fara mjög vaxandi, og bendir það á

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.