Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1942, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.05.1942, Blaðsíða 3
SKINFAXI 3 það, fer á mis við hina sönnu fegurð og yndisleik lífs- ins. Margir hafa borið þessu öruggt vitni — ekki siður hér heima en annarsstaðar. Þá gleði og von verðum við að eiga, að vöxtur og þroski lialdi áfram hjá ungu kyn- slóðinni, sem við felum verk okkar og erfiði í hendur. Ef okkur heppnast það, að vera trú yfir því, sem okk- ur er trúað fyrir — að vinna íslandi allt — fáum við ef til vill einhverntíma síðar meir að vinna að takmarki því, sem nefnd einkunnarorð hylja að visu ennþá, en getur þó legið á bak við þau: Alheimi allt. Steingrímur Baldvinsson: r Island. — Tileinkað U. M. F. í. — Það nafn, er jafnan heillar hug og hefur mína sál á flug og eldi fer um æðar mér, er í s 1 a n d, nafnið þitt. Mér finnst það óma undur þýtt, sem andi í sefi blær, og hressa, gleðja, hreint og frítt sem heiðalindin tær. Hver íslenzk sál því ann og ber það innst við hjarta sitt. ó, ísland, ísland, ættland mitt, eg elska og blessa nafnið þitt, þín andans vé, þín hlíðahlé, þín hraun og gróna fold. Þín saga og tunga, samanþætt við svipmót lands, er mér við hjarta fest og fæst ei bætt, ef flyzt eg burt frá þér. Eg aftur sný og krýp á kné og kyssi þína mold. Frli. á 6. síðu.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.