Skinfaxi - 01.05.1942, Blaðsíða 13
SKINFAXI
13
Heyið grænt úr hlöðudyrum
hrist er lága jötu í.
Hlúð er vel að húsi lágu,
hlýtt skal ungviðinu smáu.
Verða skal hún, vetursetan,
veslingunum þæg og hlý.
Ljós er kveikt, er kvelda tekur.
Kuldann arinblossinn hrekur.
Vinnur fólk í sætum sínum.
S a g a kætir ungan svein.
Opnast dýrar, háar hallir.
Hrifnir vænting bíða allir
úrslita, hvort hetjan hafi
haldið velli’, er stóð hún ein.
Þreytist höndin. Svefn að sígur.
Söngur þá í hæðir stígur:
„Þreyttur leggst eg nú til náða,
náðarfaðir gættu mín.“
Logar trúarblysið bjarta.
Bænin lyftir fólksins hjarta.
„Góðar nætur“, bóndinn býður.
— Breiðir nóttin tjöldin sín.
Sunnudagsmorgunn í Egilsstaðaskógi.
(Sonnetta.)
í lofti vakir einhver unaðskliður.
Angandi bjarkir gleðiþrungnar titra.
Hljótt er í sveitum. Yfir fjöllum friður.
Fjallbrekkur ljóma. Vötn og tjarnir glitra.
Andvarinn bærir létt við laufum smáum.
Lágróma hvískur gegnum skóginn þjóta.
í fjarska yfir heiðarbrúnum bláum
blundandi ský á öldum loftsins fljóta.
Þey, þey! í fjarlægð lóur kveða ljóð.
Ljóðvinir fleygir undir sönginn taka.
Senn kveða runnar, kvakar hlíð og mór. —
En vér, sem njótum, þökkum hugarhljóð.
í hjörtum vorum þessi stund mun vaka.
— ó, Fljótsdalshérað, fegurð þín er stór!