Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1942, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.05.1942, Blaðsíða 7
SKINFAXI 7 Prófessor Richard Beck: Ættjörð vor og menningararfur. (Útdráttur úr Islendingadag-sræSu) Mér er ávallt hin mesta ánægja að því aö heimsækja byggðir Islendinga vestan hafs, og eigi aSeins ánægja, heldur einnig gagn og gróSi, því aS í íslenzku nýlendunum hérlendis tala steinarnir um hæfileika kynstofns vors til aS þola þungar þrautir, horfast djarflega í augu viS erfi'S lífskjör, en ganga þó aS lokum sigrandi af hólmi. Snjöll og fögur orS Guttorms skálds Guttormssonar í kvæSi hans fyrir minni íslenzkra landnema á hálfrar aldar afmæli Nýja íslands eiga jafn réttilega viS um íslenzka landnámsmenn og landnámskonur í öSrum byggSum vorum: Skín af vinningum, skipaS er minningum oss allt í kringum. Heill íslendingum! VíSsýni víkkar og veröld prýkkar, syngi söngvaldur þeirra sigurgaldur. En skáldiS lætur sér ekki nægja aS benda á þann sann- leika, aS hvarvetna í byggSum íslendinga í landi hér skíni af sigurvinningum þeirra, og þessvegna eiga þeir, sérstak- lega landnámsmennirnir, og landnámskonurnar, sem grund- völlinn lögSu aS landnámi voru hér vestan hafs, skiliS, að þeim sé sigursöngur sunginn. SkáldiS gerir einnig glögg? grein fyrir því„ hversvegna þessir forystumenn og þessar forystukonur vor fslendinga í landi hér eiga skiliS slíkan sigursöng, því aS hann heldur áfram lofsöng sinum á þessa leiS : Héldu þeir velli fram í háa elli, höfSu hugrekki, en hopuSu elcki, er hraSan aS þustu og meS hnefum lustu sorgaratburSir á sálarhurSir.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.