Skinfaxi - 01.05.1942, Qupperneq 41
SKINFAXI
41
einni íþrótt i hverju hefti, og er liægt aö læra þróttina af
leiöarvísinum.
Umf. tóku snemma upp á því, a'ö halda íþróttamót, þar
sem vaskir menn frá einu félagi eöa fleirum reyndu meö sér
og skemmtu almenriiiigi um leiö með fræknleik sínum. Mótin
reyndust hvorttveggja: áhrifarík hvatning til íþróttaæfinga
og holl og góö skemmtun. Urðu þau því víða fastur liður
í starfi félaganna. Skarphéöinsmótin á Suöurlandi hafa t.
d. verið haldin reglulega síðan 1910, lengst af við Þjórsár-
brú og oftast síðasta laugardag í júní. Þar mætast íþrótta-
menn úr Árnes- og Kangárva 11 asýs 1 um, nú urn 20 ára skeið
undir glæsilegri forystu Sigurðar Greipssonar. Mót Borg-
firðinga við Hvítá á ámóta langa sögu að segja. Auk þessara
stærstu og kunnustu héraðsmóta, sem hvort er fyrir tvær
fjölmennar sýslur, þar sem Umf. eru sterk og margmenn,
halda héraðssambönd Umf. í þessum sýslum árlega mót
hvert hjá sér: Kjósarsýslu, Snæfellsnes- og Hnappdalssýslu,
Dalasýslu, Barðastrandarsýslu, Eyjafjarðarsýslu, Suður-
Þingeyjarsýslu og Norður-Þingeyjarsýslu. Ungmennasam-
band Austulands er í myndun og hélt fyrsta mót sitt að
Eiðum s.l. sumar, með miklum myndarskap. Auk héraðsmót-
anna er algengt, að einstök félög haldi íþróttamót heima
fyrir, eitt sér eða tvö—þrjú saman. Sum þau mót eiga sér
langa sögu og hafa náð festu, t. d. mót Hreppamanna á
Álfaskeiði og mörg fleiri.
Þá heldur U. M. F. I. íþróttamót fyrir ungmennafélaga
af öllu landinu af og til. Er líkleg-t, að þau verði framvegis
með þriggja ára millibili, eða þar um bil, og hjá héraðs-
samböndunum til skiptis. Siðast var slíkt landsmót í Hauka-
dal í Biskupstungum 1940. Þar komu fram 73 íþróttamenn
frá fimm héraðasamböridum, og var enginn þeirra úr Reykja-
vík. Er það langmesta íþróttamót, sem haldið hefir verið
fyrir dreifbýli landsins.
Eg hefi timans vegna orðið að fara hér fljótt yfir sögu,
og nú er komið að lokum máls míns. Enn vil ég aðeins mega
benda á þetta: Reynslan og heilbrigð skynsemi eru sammála
um það, að ungmennafélögin með fjölbreytni sinni, víð-
feðmi og frjálslyndi, félög, sem stefna að alhliða menningu,
taka tillit til allra áhugamála æskunnar og láta sér ekkert
mannlegt óviðkomandi, séu heppilegustu æsklýðsfélög dreif-
býlisins og vænlegust til langlífis og árangurs. í dreifbýlinu
má ekki splundra kröftunum með sérfélögum í íþróttum,
skógrækt, fræðslustarfsemi og bindindi. Þar verður hvert