Skinfaxi - 01.05.1942, Blaðsíða 39
SKINFAXI
39
aukna þörf fyrir þá. Nú í ár er mér t. d. kunnugt um a'S
fimm sambandsfélög eru aS koma upp vönduSum völlum.
Nokkuö er um þaö, aö Umf. eigi áhöld til frjálsra íþrótta
og láni félagsmönnum til heimaiökana. Aö þessu ætti aö gera
meira, því aö í frjálsum íþróttum standa unglingar dreif-
býlisins vel aö vígi aö æfa og ná árangri. Geta þá áhöld fé-
lagsins komiö unglingum af staö og eflt áhuga þeirra, svo
aö þeir útvegi sér áhöld sjálfir.
Skortur kunnáttu og réttrar leiöbeiningar hefir mjög
háö iþróttastarfsemi Umf. í dreifbýlinu. Framan af voru
haldin einstök iþróttanámskeið hér og þar, eftir því sem
efni stóöu til. En þau hrukku skammt til að veröa öllum
þorra félagsmanna aö liöi. En alménn iökun íþrótta er þjóð-
inni svo miklu meira viröi en afrek fárra manna, aö ekki er
saman berandi. Þetta var ungmennafélögum þegar ljóst og
var snemma hafizt handa um fjársöfnun til íþróttaskóla.
Ekkert varö þó af framkvæmdum, fyrr en Siguröur Greips-
son, einn fremsti forystumaöur Umf., stofnaði íþóttaskóla
sinn i Haukadal 1927, meö nokkrum stuöningi U. M. F. í.
Sambandið styrkti lengi ungmennafélaga til skólavistar þar,
oftast fimm pilta á ári, i því skyni, að þeir leiðbeindu síðan
heinra í félögum sínum. Af þessu varð stórfelldur árangur.
Hefir Flaukadalsskólinn og íþróttaforysta Sigurðar Greips-
sonar veriö Umf. til ómetanlegs gagns.
Nú síöustu árin hefir hagur U. M. F. í. veriö rniklu rýmri
en áður, einkum eftir gildistöku íþróttalaganna og tilkomu
íþróttasjóös. Hefir sambandið þá ráðið í þjónustu sína sér-
menntaða íþróttakennara, og látið þá starfa hjá Umf. þeim,
er þess hafa óskað. Greiðir sambandið hálf laun íþrótta-
kennaranna, en félög eða héraðssamljönd, sem þeir vinna
hjá, hinn helming launanna. Nýliöinn vetur hafði sambandið
þannig sjö kennara í þjónustu sinni. Höfðu þeir allir lokið
íþróttakennaraprófi í skóla Björns Jakobssonar að Laugar-
vatni og höfðu meðmæli frá honum, enda hafa þeir reynzt
mjög vel. Sumir þeirra vinna fyrir sambandið nokkuö fram
eftir vori. Skulu nú störf þeirra rakin stuttlega:
Davíö Sigurðsson frá Hvannnstanga kenndi framan af
vetri á Þórshöfn, fimleika og frálsar íþróttir, fullorðnum
og börnum. Síðan hefir hann haft námskeið hjá öörum Umf.
í Norður-Þingeyjarsýslu og starfar þar fram eftir vori.
Mun hann m. a. undibúa héraðs-íþóttamót Norður-Þingey-
inga. — Helgi Sveinsson frá Siglufirði starfaöi á Austur-
landi, 2 mánuði á Eskifirði, og á Reyðarfiröi, Eiðúm og Seyö-