Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.05.1942, Page 25

Skinfaxi - 01.05.1942, Page 25
SKINFAXI 25 1. AS leikfimishástökkið er undirstaða allrar þjálfunar i há- stökki. 2. AS hversu mikill hástökkvari sem þú kannt aS vera að eðlis- fari, þá nærðu engum árangri, hvorki i hæð né fiigru há- stökki, nema þú eigir góðan vilja og iðni, samfara ást á æfingunni. Stökkupplag nýtur sín ekki í félagsskap við leti og kæruleysi. 3. Ef þú ert að kenna hástökk, þá máttu ekki þvinga nem- endur þína til þess að æfa eingöngu það stökklag, sem þér fellur eSa hæfir bezt. 4. Æfðu undirstöðuna rækilega fyrst, og láttu æfinguna leiða i ljós, hvaSa stökklag hæfir bezt þér eða nemanda þínum. Eg mun nú leggja út í það erfiða verk, að lýsa venjuleg- ustu hástökksaðferðunum með orðum og nokkrum hjálpar- mýndum. Reynt mun verða, að setja lýsingarnar fram í kerfum, og i þeirri röð, sem hezt þykir henta í verklegri kennslu. I lýs- ingunni verður hvert atriði stökksins, — atrenna, uppstökk, hreyfingatilbrigðin yfir ránni og niðurfalliS — tekið til at- hugunar. Til sparnaðar á útskýringum og myndum af kunn- ingja okkar, verður alltaf miðað við uppstökk af vinstri fæti (nema í sniðstökki). Atrennan. Gott uppstökk er komið undir góðri atrennu. Hver byrjandi verður því að æfa atrennuna vet, varast trufl- andi trítl, vixlspor eða hin tilgangslausu l)oga- og krókahlaup. Lengd atrennunnar, 10—10 m., er háð hverjum einstaklingi. Rólegur, stökksterkur einstaklingur kýs stutta atrennu, en hinn öri og télti tanga. Löng atrenna dregur úr kraftinum og hröð atrenna minnkar möguleilcana fyrir góðu uþpstökki. Me'ð hægum, stuttum og mjúkum skrefum byrjar atrennan, en hraðinn er aukinn, og seinustu 3—5 skrefin verða lengri og ákveðnari, til þess að ná kröftugu uppstökki. Of stutt skref færa líkamann of fljótt yfir stökkfótinn og trufla lyftinguna i uppstökkinu. Sama gegnir um hraða atrennu. Æfingin ein veitir hverjum einstökum reynslu um hraðann. Uppstökkið (viðspyrnan og lyftan). Með uppstökkinu hefst erfiðasta og aðalatriði stökksins. Uppstökksstaðurinn verður að miðast við stökkhæðina, þannig, að stökkmaður nái frá uppstökksstaðnum mestri hæð stökksins yfir ránni, en hvorki fyr né síðar. Fjarlægð uppstökks- staðar frá ránni verður að miða við stökkhæðina. Tilraunir

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.