Skinfaxi - 01.05.1942, Blaðsíða 29
SKINFAXI
29
jörðu. í hægri fótar stökki er hægri handleggnum sveiflað
upp á undan.
Nú ríður niikið á, að stökkfætinum sé hvorki of seint né
of fljótt sveiflað upp í jafnhæð við rána, — og þá kemur að
vandasamasta atriðinu, sem gerist á næsta augnabliki, að ná
mjöðm stökkfótarins (hægri) yfir rána. Undir eins og mjöðm-
in er í ráar-hæðinni, sveiflufóturinn kominn yfir og viðspyrnu-
kratfurinn og lyftingin eru hætt að verka (knýja upp og á-
fram), þá er hnykkt á, — mjöðminni hnykkt upp með eld-
snöggu átaki bol- og hryggvöðva. Sveiflufætinum er slegið
snöggt út og niður á við, um leið og hælnum er snúið upp,
lil þess að auðvelda bolvinduna inn að ránni, og þá fylgir á
eftir hröð uppsveifla stökkfótarins.
Sveifla sveiflufótarins út og niður á við með hælsnúningn-
um var til þess að greiða fyrir því, að mjöðmin lyftist, og
sveifla hægri arms (ef stokkið er af hægri fæti; annars
öfugt) aftur i sambandi við það, að hælnum á sveiflufætin-
um er snúið upp, hvetja (mynda) bolvinduna, svo stökkmað-
ur fer yfir rána hliðhallur (til hægri).
Hreyfingin, frá því uppstökkinu lauk, er því eins konar
fjaðurmagnaður hnykkur. Fótskiptingin verður að gerast eld-
snöggt og i réttri andrá. Alltof algengt er, að fótskiptingin
byrjar of snemma, þ.e.a.s. áður en uppstökkinu er iokið, og
hreyfingalíðandinn verður skakkur við það; fótleggjunum er
sveiflað of náið yfir rána, i staðinn fyrir: Fyrst sveiflufót-
urinn — svo stökkfóturinn. Án nokkurrar tafar er hægri
fótlegg sveiflað yfir rána og niður á við. Við þessa hreyfingu
myndast háll' bolvinda er lyftir hægri mjöðminni burtu frá
ránni. Mjaðmavindan er einnig styrkt af aftur- og niðursveiflu
hægri arms og liælsnúningi sveifiufótarins.
Stökkið endar svo með ])vi, að vinstri fótleggur sveiflast
aftur og upp, með hælinn aftan við sitjandann, en samtimis
réttist hægri fótur beint niður og tekur fallið af stökkmanni
í sandgryfjunni.
Veltustökk:
f veltustökki er atrennan á ská i stefnunni 40—45° horni
að ránni, og uppstökkið er tekið með 3—3(4 feta fráviki.
Stökkmaður byrjar atrennuna með léttum, stuttum skref-
um. Seinustu 3—5 atrennuskrefin verða, samfara mikilli mýkt.
lengri og hraðari. í lok atrennunnar verður afstaða likam-
ans (þungamiðjan) við stökkfótinn að vera sem fyrr er lýst.